Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 102
grundvallarskilyrði menntunar, en ég tel að við komumst ekkert nær rótum vandans með því að steypa öllu sem kemur þeim málum við í einn köggul, blæbrigðalaust. Það furðulega er síðan að einni af grundvallargoðsögnum tæknihyggju- legra rannsókna; kröfunni um hlutleysi, skuli vera haldið á lofti af Guðbergi sem helstu dyggð fræðimennskunnar. Ein meginásökun hans í minn garð er að umsögn mín sé hlutdræg, í henni sé bókin skoðuð út frá stöðnuðum sjónarmiðum sem geti „ekki brotið neitt til mergjar“ eða þá „lagt hugmyndir bókanna fyrir lesendur“ (100), og hún sé eins og gagnrýni sé þegar hún er hvað verst á íslandi; „útúrsnúningur.“ Nú þegar hörmulegar afleiðingar þessa vísindalega hlutleysis blasa hvarvetna við, hvort sem er á sviði lækna- vísinda, kjarneðlisfræði eða þá sagnfræði, í öllum þeim tilvikum þar sem vísindin telja sig vera að fást við eitthvað sem er svo gott sem handan við siðferðilegt, trúarlegt eða stjórnmálalegt gildismat, hlýtur þessi hlutleys- iskrafa að vera æði vafasöm. Hugmyndin um hludeysi í rannsókn er fyrir löngu hætt að vera það leiðarljós sem menn gátu fylgt, vissir um að þar með væru þeir að vinna að framgangi þekkingarinnar og hámarkshamingju allra manna og mörg helstu kerfi nútímavísinda sem fást við að skýra alheiminn og eðli hans hafna í raun þessari hlutleysishugmynd. Það er miklu frekar nauðsyn að viðurkenna að vísindaleg rannsókn sé um margt háð aðstæðum sínum, að hún sé háð hugmyndafræði, gildismati og skoðunum þess þjóð- félags eða þess umhverfis sem hún fer fram í, en leggja hinsvegar áherslu á að fordómaleysi verði að vera til staðar; fordómaleysi í þeirri merkingu að forsendur könnunarinnar, þeir gildisdómar og fordómar sem vísindamenn eða hugsuðir hafa ætíð áður en þeir koma að viðfangsefni sínu séu eins ljósir og hægt er, menn láti ekki leiða sig í blindni heldur rannsaki forsendur sínar og gagnrýni þær. Menn koma hvorki til bóka né sólkerfa, brynjaðir einhverj- um meydómi, heldur búa þeir yfir misvel mótuðum hugmyndum um þessa hluti. Til að átta sig á þessum hugmyndum kemur til sú rannsókn á hefðum og hugmyndum sem ég held að við Guðbergur séum sammála um að raunveruleg menntun feli í sér og sem ég tel að sé eitt af því sem háskólum beri að stuðla að með öllum ráðum. Krafan um hlutleysi felur einnig í sér að fræðin eru bundin á ákveðinn bás, þeim er markaður rammi þar sem þeim ber að halda sig. Þrátt fyrir skarpa greiningu sína á tæknihyggjunni og afleiðingum hennar á sviði skólamenntunar og í störfum menntaðs fólks er Guðbergur um leið mjög eindreginn talsmaður þess að þetta fólk eigi að halda sig á þeirri mottu sem það settist á endur fyrir löngu, í árdaga þeirra vísinda sem kennd eru við nýöldina og tækniframfarir hennar. Tilraunir vísinda og rannsókna til að brjótast út úr tæknihyggjunni og þeirri hlutleysis- 92 TMM 1994:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.