Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 15
viður sem er annarrar merkingar. Rökleg textagreiningaraðferð virkar þess vegna ekki á þetta, ja nema menn vilji afgera kjarnana en þá eru þeir eiginlega komnir á sama stað og höfundurinn lagði upp frá. Mér finnst þess vegna að skrif um skáldskap af þessu tagi verði að vera á svipuðu innsæisplani, nú eða frumspekilegu og þekkingarfræðilegu. Þá erum við hins vegar farnir að tala um skrif sem ég hef á tilfinningunni að yrðu skáldskapur í sjálfu sér og allt gott um það að segja, en ég get ekki ímyndað mér að þau yrðu einfaldari eða aðgengilegri. Fyrir mér yrði það alltaf ósvinna að því leyti að kjarnarnir sjálfir gæfu áfram skýrustu sýnina, mesta rýmið fýrir hugarflugið og mesta frelsið því að teoretískt eru möguleikarnir ótæmandi rétt eins og gimsteinn er aldrei sá sami einfaldlega vegna þess að sólarljósið er aldrei það sama eins og við vitum.“ Gerirþú þá ráðfyrirþví að kjarninn sé einskonar veruleiki í sjálfu sér?Að Ijóðið feli í sér eigin veru? „Á vissan hátt geri ég það en það má ekki gleyma því að tengingin við aðra heima hverfur aldrei, hún er uppistöðuþáttur. Allt efnið síast inn í mig gegnum persónulega reynslu og þar innifel ég bókmenntirnar því fyrir mér er lestur ekki síðri reynsla en annað. Kjarninn er í mínum huga bæði kristallaður hlutveruleiki sem og tilfmningalegur veruleiki byggður á skynj- un, en hann felur einnig í sér óhlutbundið svið, er heimspekilegur eða alþýðuspekilegur í mínu tilfelli því ég hef ekki heila í heimspeki á háu plani. Tengingarnar á milli kjarnanna eru svo í senn merkingarlegs og byggingar- legs eðlis. Það eru ekki reistar neinar brýr heldur er eins og hlaupi straumur á milli. Margliða tengiferli er stytt í skammhlaup. Hugmyndir skjótast milli skauta. Nú er ég kannski farinn að tala mystík en við þetta gerist eitthvað magnað þegar best tekst til. Merkingarnar víkka og dýpka, upphefja kjarn- ana. Þetta er útópíuhugsunin að baki þessu og árangurinn auðvitað tak- markaður í samræmi við það en mér fannst samt að með þessari aðferð tækist mér að fanga verðmæti á plani sem ég kallaði tilfinningavitið. Ég var auðvitað ekki að finna upp hjólið. Ég lærði til að mynda fræðilega mjög mikið af Paz enda er hann að mínu viti sá maður sem skrifað hefur af mestu innsæi um ljóðlist á þessari öld og margt af því hef ég tekið til mín. Til dæmis hugmyndir hans um eðli hrynjandinnar, að hún sé eitthvað meira en bara músíkelementið, uppmögnun orða og merkinga sem getur nálgast fjölkynngi, heldur sé hún merkingarbær í sjálfri sér. Það er svo margt í þessu sem enginn getur svarað vitrænt, til dæmis af hverju ákveðnar línur eru svona magnaðar en aðrar ekki, hvað gerir þennan gæfumun. Menn eru meira og minna í myrkrinu með það hvernig hrynjandin vinnur, hvernig hún TMM 1996:4 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.