Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 17
magnaðri. Þegar það tekst þá gerist eitthvað, það er einstakur viðburður, mystísk upplifun. Þetta er eins og hjá galdramönnum. Yfirburðakenndinni sem þá hleypur í höfundinn fylgir dularfull orka, kraftur sem aflfræðin kann engin skil á. Ég held ekki sálfræðin heldur. Það er svo aftur önnur saga að í seinni tíð er margur að verða þunglynd- islega þenkjandi yfir því að móttökuskilyrðin séu alltaf að versna hjá fólki. Ég tek hvað eftir annað eftir því að þegar einhver segir eitthvað flott í hópi manna virðist enginn hafa tekið eftir því og stundum ekki einu sinni sá sem sagði þetta. Þetta eru einu áhyggjurnar sem ég hef af tungumálinu. Ef menn hætta að hafa nautn af því og næmið minnkar þá getur það verið keðjuverk- andi því næmið byggist á hugarþjálfun rétt eins og hagmælskan og þá gæti farið svo á endanum að tungumálið yrði ekki spennandi tæki lengur. Við sætum uppi með mál sem er gott fyrir verslunarráð, skilmerkilegt og einfalt, fínt í upplýsingaþjóðfélaginu. En þá færi nú að lækka risið á bókmenntun- um. Nei annars, ég er ekkert svartsýnn. Slangrið reddar þessu ef hnignunin kemst á verulega hátt stig.“ Óafturkræfur missir verðmætanna Þú hefuráður haftþað á orði aðþessi tungumálsdauði í upplýsingaþjóðfélaginu tengist hvarfi menningarlegrar fjölbreytni, sem í íslensku samfélagi birtist sem dauði sveitanna ogþorpatma. Ertu enn sama sinnis? „Ég er sömu skoðunar ennþá. I fýrsta lagi er tungumál okkar í augljósri hættu vegna þess að það er enn að mestu byggt á hugsun sem leidd er af atvinnu- háttum menningar sem nú er horfin. Þetta hefur auðvitað gerst svo hratt að það er varla von að tungumálið hafi fylgst með tímanum. Hér er líka sennilega öflugasta mállögregluríki heimsins og algerar páverbremsur á allri endurnýjun tungunnar. Ég hef fýrir satt að ritskoðun sé á tveimur stigum. Á lægra stiginu eru ritskoðararnir að krukka í allt sem skrifað er en á æðra stiginu eru þeir orðnir óþarfir. Þannig varð það fljótlega fýrir austan járn- tjald, hver og einn varð sjálfs sín ritskoðari og miklu nákvæmari og smá- smugulegri en hinir höfðu verið. Það er búið að gera íslendinga þannig og ég held að þetta sé alveg stórhættulegur hemill á frjósemi fólks. Það er hjá þjóðunum sem tungumál þróast og listamönnum þeirra reyndar líka, mál- sérfræðingar geta ekki viðhaldið tungumáli upp á eigin spýtur sama hversu málfræðilega snjöll nýyrði þeir semja. Það er auðvitað alveg furðulegt stór- mennskubrjálæði að ætla sér að stjórna heilu tungumáli af kontórnum. En TMM 1996:4 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.