Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 20
Þessi mynd sem ég mála af sveitinni í Mýrarenglunum er kannski ekki fögur en í henni felst raunsæi, það er ekki glamúr yfir því sem er að syngja sitt síðasta, engin framsækni og reisn. Ég held hins vegar að væntumþykjan skíni þarna í gegn og sá sjarmi sem er yfir hnignuninni, því í henni er viss nautn. Það er jafnan þefur af líkum og hræætum finnst það góð lykt.“ Þessi sveitaheimur virðist yfirsögulegur. Það er eins og dráttarvélin hafi alltaf verið þarna líkt og vargurinn. „Sögumaður er náttúrlega barn í flestum sagnanna og miðar því út frá fremur stuttum tíma. En ég ætlaði þessu líka að hafa almenna skírskotun, þessi mynd er einnig mitt alternatív við þá náttúru- og sveitaímynd sem hefur verið einráð í bókmenntum á íslandi síðan á 19. öld — þrátt fyrir Halldór Laxness sem kemst reyndar styttra frá henni en virðist í fljótu bragði. Hvað náttúruna varðar fór hann ekki svo langt frá rómantíkinni, framlag hans snerist um mennsku. Það á að nota náttúruna eða baða sig í fegurð hennar og kaflar eins og sá í Sjálfstœðufólkiþegar gesturinn kemur og skýtur fugla og steikir í smjöri eru bara til að sýna hvað kotbændurnir eru vitlausir að kunna ekki að nota landgæðin. Hann er að kenna. Mér fannst enginn hafa lýst á raunsannan hátt hliðum á sveitinni sem ég hafði upplifað. Enginn tekið á hnignun þeirra eins og ég vildi og svo var það þetta með veiðimanninn. Hann hefur verið furðulega vanræktur í bókmenntum þessa veiðimanna- þjóðfélags." Zombí er ekki síður upptekinn af hnignuninni. Þeir félagar, mœlandinn og Zombí, virðast beinlínis nœrast á henni. „Þeir fíla þetta bara vel, það er rétt og svo étur maðurinn einfaldlega það sem tiltækt er, ekki satt? En það er þrátt fyrir það samskonar sjónarhorn á hnignunina þarna og í Mýrarenglunum nema hvað Zombí er makrókosmísk bók en ekki míkrókosmísk, allt safnast að. Fyrir miðju í bókinni eru þeir félagar tveir og þær speglanir sem að þeim dragast. Þetta er ekki ferð heldur einskonar söfnun; allt kemur til þeirra og þeir eru staddir alls staðar í einu. I forgrunni er ekki það sem er víkjandi heldur fremur sá tilfmningalegi dekadens sem fylgir gengisfallinu á öllum hlutum; öllum gildum og verð- mætum. Þarna er sum sé ofgnóttin sem þó er svo lítils virði. í þessum heimi er allt að verða jafn-gilt, ekkert sker sig úr, allt er markleysa nema séð út frá einstaldingsbundnum sjónarhól og þar með út frá huglægu verðmætamati vegna þess að mælikvarðarnir eru ekki lengur fyrir hendi. Þetta er náttúrlega 18 TMM 1996:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.