Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 23
„Um aldamótin síðustu hafði þetta menningarsamfélag meiri trú á sér og framtíðinni en það hafði nokkru sinni haft eða er líklegt til að hafa aftur. Þetta gekk yfir alla álfuna og var í sjálfu sér enginn barnaskapur eins og það gæti virst núna, þessi óbilandi trú á öruggan heim sem væri í stöðugri framþróun sem ekki einu sinni styrjöld gat komið í veg fyrir. Enda var styrjaldarhugmyndin líka jákvæð, styrjaldir voru bara fínir marsar og flottir menn í einkennisbúningum að hlaupa um iðjagræna velli, mannfallið lítið og umvafið rómantískum hetjuljóma. Það var ekki opnað svo mánaðarrit á þessum tíma að ekki væri greint þar frá því að búið væri að gera byltingu á einhverju sviði þægindanna. Áratugirnir í kringum aldamótin síðustu hafa verið ótrúlegir tímar að upplifa. Hlutir sem ekki nokkurn mann óraði fyrir að hægt væri að búa til skutu upp kollinum með reglulegu millibili, öll mannanna verk virtust stöðugt verða glæsilegri og mikilfenglegri. Þá voru ekki heldur til glæpir í þessum samfélögum miðað við það sem nú er. Fólk læsti ekki ekki einu sinni húsum sínum í stórborgum. Menn sáu fyrir sér að allt héldi áfram slétt og fellt, héldu sig hafa söguna í hendi sér. Slík var ofurtrúin á framfarirnar. Hér á íslandi var því staðfastlega trúað að hægt væri að rækta allt láglendi landsins og stunda svo landbúnað á Evrópuvísu. ísland átti að flytja út matvæli í stórum stíl. Það eina sem vantaði var meira fólk til að vinna að þessum stórkostlegu áformum, Einar Ben var bara stórhuga, hann var enginn skýjaglópur. Þegar slík gegndarlaus bjartsýni gengur ekki effir þá er fallið hátt og skuggahlið bjartsýninnar dimm og drungaleg. Lífsfílósófía Kennarans mótast af því að framfaratrúin hefur snúist upp í andstæðu sína. Nútíminn er eftir því svaka- legri sem hann speglast skýrar í ljóma þessarar hugsýnar. Þessu er lýst mjög vel í Veröld sem var eftir Stefan Zweig. Blæbrigðin eru að sjálfsögðu öll margbrotnari hjá honum en hérlendis, einfaldlega vegna þess að fyrir honum hrynur heilt keisaradæmi, ef ekki kjarni miðevrópskrar menningar. En samt er þarna náinn skyldleiki því bæði Zweig og Kennarinn sjá á bak heilli þjóðmenningu sem ekki kemur aftur. Þeir upplifa báðir sigur barbarismans og eyðingu þess heims sem ól þá.“ Þunglynd þjóð þarf að fá þetta ákall, þessa eggjun og herhvöt, svo hún eða börn hennar hrökkvi við, teygi úr sér, þenji brjóstið og standi á öndinni, hlusti og horfi og strengi heit, taki til verka á öllum sviðum og vinni sigra. Guðmundur Friðjónsson: „Lífsgleði og karl- mennska Hannesar Hafsteins.“ RitsafnVIII. Erindi og ritgerðir. Akureyri 1956, bls 223- 224. TMM 1996:4 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.