Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 24
Beinlaus silungur Talandi um lágt gengi á hugmyndum. Hvernig lítur þú á þitt hugmyndalega utnhverfi? í hvernig samfélagi ertu að skrifa bókmenntir? „Það hefur sína kosti að búa á eyju, önnur sýn og slíkt sem hefur verið tíundað og mært af mörgum og svo hafa menn stillt einangruninni upp gegn því. Núna held ég samt að einangrunin sé ekki vandamál lengur nema í höfðinu, hún er aðallega orðin að fásinni, „allt er mest í fásinninu / fásinni er vald og þessvegna þekking . . .“ svo vitnað sé nú einu sinni hér í gamalt uppáhald mitt Flateyjar Frey. Eina hættulega einangrunin hér er sú sem menn kjósa að viðhalda sjálfir, í próvinseinkennum hugarfarsins, sem gerir það að verkum að íslenskur bókmenntaheimur er eins konar verndaður vinnustaður. Hér er allt svo ágætt. Það eru skrifaðar svo miklar heimsbók- menntir á íslandi. Maður opnar blaðið og sér að það er verið að ritdæma tvær bækur, annars vegar nýja innlenda miðlungsskáldsögu og svo einhverja nútímaklassík þýdda og það er alveg á hreinu samkvæmt umsögnunum að íslenska bókin er helmingi betri. Þetta er ekkert sniðugt. Það þarf miklu sterkari bein til að standast svona en hægt er að ætlast til að höfundar hafi almennt. Það þarf sterkari bein til að standast þetta en skarplega og óvægilega gagnrýni. Sérstakur smámælikvarði af þessu tagi á íslenskar bókmenntir skekkir alla sýn manna, falsar verðmætamatið, er hægdrepandi eitur. Menn hætta að taka almennilega á, minnka í hugsun stig af stigi. Menn verða að miða sig beint við heiminn og söguna. Það er enginn annar mælikvarði gildur í þessu látlausa stríði við meðalmennskuna sem skriftir eru án tillits til þess hversu stórkostlegum hæfileikum menn kunna að vera búnir. En þetta er auðvitað hægara sagt en gert í landi þar sem próvinshugarfarið er almennt vegna þess að það hatast einmitt við metnaðinn flestu öðru fremur. Smásálir rugla yfirleitt saman metnaði og hroka. Meðalmennskan er hins vegar þægileg og smásálirnar finna til notalegrar samkenndar með henni. Kenningar urn að bækur eigi að vera aðgengilegar og auðveldar — höfða til alls almennings — eru þess vegna sérlega hættulegar hér um slóðir. Það er nefnilega svo hætt við því að þá verði meginreglan sú að hlutirnir verði einfaldaðir um of. Menn fara að ganga glæpsamlega langt gegn því markmiði að bókmenntir eigi að vera þroskandi, víkka menntun manna og skynjun. Þegar ég er spurður að því hvers vegna ég skrifi ekki auðveldari bækur þá detta mér í hug Sígildar sögur, munið þið ekki eftir þeim blöðum? Þær voru firnavinsælar og fínar til síns brúks, svona forkynning á klassískum bókmenntaverkum, maður drakk þetta í sig sem krakki. En það var líka búið að vinsa bókmenntirnar út og skilja eftir berrassaðar sögur. Framsæknari 22 TMM 1996:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.