Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 26
leg tengsl við það líf sem þorri manna lifir. Það er óþarfi að brjóta um of
heilann um rök póstmódernistanna fyrir því að ekki sé lengur hægt að greina
hér á milli, að líf okkar sé vestri af því að frásögnin sem greinir frá því er í
formi vestra. Almenningur er ekki svo skyni skroppinn að hann kunni ekki
að gera upp á milli þess sem bitastætt er og ekki. Mælikvarðinn sem greinir
þarna á milli er mjög einfaldur þegar upp er staðið og tiltækur hverjum þeim
sem er með óbrjálaða skynsemi í kollinum. Það sem nær ekki máli er
einfaldlega óvirðing við manninn ef ekki beinlínis mannskemmandi.“
Þú getur hins vegar ekki mœlt því í mót að í nútíma markaðsskipulagi er
fjármagni fyrst og fremst veitt til listsköpunar út frá arðsemissjónarmiðum.
Verða listamenn ekki að leika þann leik? Verða jafnvel ekkiþeirsem eru á móti
gangvirki markaðarins að nýta sér það til að greiða reikninginn fyrir hryðju-
verkin sem unnin eru á því?
„Það þarf hvorki óendanlegt fjármagn né allsherjar herútkvaðningu til að
búa eitthvað annað til en formúlulist eins og stundum er látið í veðri vaka.
Ef raunverulegur áhugi væri á því að skapa eitthvað sem héldi við menning-
arlegri sjálfsmynd okkar þá væri hægt að koma því í kring með tiltölulega
lágum fjárhæðum og velvild yfirvalda, hún þyrfti ekki að vera neitt óhófleg.
Það er hinsvegar reglan því miður að völdum fylgi sú skoðun að menningin
sé best dálítið steingerð svo hún brölti hvorki of mikið né of langt. Sé létt og
skemmtileg og lagleg í framan, notalegt stofustáss og styttur. Að greinandi
og krefjandi list sé best komin úti í horni. Þar finnst reyndar mörgum að
ljóðlistin sé stödd núna eins og hún leggur sig og fátt til ráða. Mér skilst líka
að það verði margir alveg voðalega þunglyndir og vonlausir af því að vera
hornrekur. Taki jafnvel trúna á það að allt sé mest í sviðsljósinu. Ruglist meira
að segja sumir svo rækilega að þeir fara að trúa því að sú bók sem milljón
manna les til einskis sé meira virði en hin sem er einum ómetanleg. Ég nenni
hins vegar ekki að pæla mikið í neinni svona stöðubaráttu. Mér líður
ágætlega þar sem ég er, finnst að ég sé búinn að finna mér fínasta pláss á
útjaðri bókmenntanna. Ég eygi þar einfaldlega möguleika sem ég held að
blómstri ekki nema við kynblöndun forma, ef svo mætti segja, en ekki innan
hefðbundinna aðferða. Ég get ekki heldur að því gert að ég hef djúpa vantrú
á slíkum aðferðum yfirhöfuð þó svo að fjölmargir séu að gera góða hluti á
þeim vígstöðvum. Nú og svo sé ég ekki tilganginn með þessu nema að vera
að gera eitthvað annað en hinir. Þar að auki er ég krónískur efasemdarmaður.
Eg er svo mikill efasemdarmaður að ég glataði barnatrúnni eiginlega um leið
og ég tók hana. Það gerðist með bréfi sem ég skrifaði Guði. Þetta var líklega
það fyrsta sem ég skrifaði og ég setti það undir koddann því Guð var jú
24
TMM 1996:4