Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Síða 35
báðum stöðum tákn hamingju. Þegar það hverfist í andstæðu sína tekur
sorgin við. í íyrra hluta kvæðisins stendur:
létt og flögrandi bros
um varanna rós-reifað flos [...]
en í síðara hlutanum:
steingjörður ís-hlátur svall
um varanna grátstorknað gjall [...]
I sögunni er „spékoppurinn orðinn að hrukku“.
Þessi kvæði hafa að líkindum verið Halldóri mjög í huga er hann ritaði
söguna. En tæplega hefur hann ætlað að vefa þau markvisst í hana. Það má
ráða af ónákvæmninni í beinu tilvitnuninni. Efni kvæðanna og hugblær ríma
blátt áfram vel við raunaleg afdrif Rannveigar í sögunni.
„huggandi minning"
Halldór Laxness hefur oft hrósað kvæðinu Söknuði eftir Jóhann Jónsson og
segir að kvæðið megi telja „einn fegurstan gimstein í íslenzkum Ijóðakveð-
skap síðustu áratuga.“7
I Heimsljósi, sagnabálkinum af Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi, eru allvíða orð,
hugsanir og hugblær sem leiða hugann að þessu kvæði, og stundum raunar
ótvíræðar vísanir í kvæðið.8
í 4. kafla Ljóss heimsins er fjallað um sjúkralegu unglingsins Ólafs Kára-
sonar og er hugarástandi hans m.a. lýst með þessum orðum:
En það voru ekki allir dagar sólskinsdagar, íjarri fór því, það voru
sólarlausir dagar, einginn guðlegur saungur, eingin hrifníng, eing-
in huggandi minníng, eingin sættandi von, aðeins litlaus dagleg
skynjun, döpur sjálfsvitund sem hrylti mest af öllu við eilífu lífi,
dumb þrá, líkust þúngum sársauka, eftir einhverju sem gæti bjarg-
að honum frá hinum hryllilega ódauðleik sálarinnar, sem blasti
framundan. (bls. 46).
Ýmislegt í orðavali og geðblæ þessarar lýsingar minnir á Söknuð, t.d. „litlaus
dagleg skynjun“ en þeim orðum, svo og tilfinningunni í tjáningunni, svipar
enn til fyrstu ljóðlínunnar í kvæði Jóhanns:
TMM 1996:4
33