Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 38
Hann vaknar í djúpum næturinnar framandi maður i sínu eigin lífi, iðrunarmaður þeirra synda sem hann hefur ekki drýgt, dáðir hans löngu druknaðar í vorkunn, vaknar lángt burt frá sjálfum sér, viltur í eyðimörk mannlífsins, og leiðin til baka of laung fyrir eina mannsævi. Einginn gaf honum framar tækifæri til að brosa, og hann hafði ekki lifað sælar stundir síðan hann lá undir súðinni á Fæti undir Fótarfæti, sjúkur og sár, og beið eftir geislanum. Ef hann rís á fætur og kveikir ljós og skoðar sig í spegli mun hann verða hræddur við þennan beiníngamann sem gistir hér hjá fimtán árum eldri konu, þriggja mánaða gömlum syni. Hver er ég? spyr hann. Og hvar? Og fær að svari: Bið þín er bráðum á enda, lífið sem þér var ætlað — týnt. (bls. 43-44) Tækifærin eru liðin hjá „með þessum lymskufulla hætti sem tíminn stelst frá hjartanu“. Þetta er í raun snjöll túlkun á kjarna kvæðisins sem segir að dagar lífsins hafa glatað lit sínum. Slíkt hendir einnig á þessum afskekkta stað sem Ólafur hefur hrakist til, ekki síður en í „sollinum og þysnum" eða „æði múgsins og glaumsins" eins og það heitir í Söknuði. Mælandi kvæðisins uppgötvar að lífsundrið var ekki óþrjótandi — það er hin heilaga blekking sem svo er ávörpuð: ert þú hverful oss, hversdagsins þrælum [...] Og óðar en sé oss það ljóst, er undur þitt drukknað í æði múgsins og glaumsins. Ólafur Kárason vaknar um nótt „framandi maður í sínu eigin lífi“. Og hann er „viltur í eyðimörk mannlífsins“. í kvæðinu stendur: Svo höldum vér leið vorri áfram, hver sína villigötu, hver í sínu’ eigin lífi vegvilltur, framandi maður Ólafur iðrast er hann hugsar til hinna glötuðu fyrirheita, „dáðir hans laungu druknaðar í vorkunn“. Þetta minnir á tregann í fyrsta erindi kvæðisins, glataðan lífslit og horflnn þyt ljóða frá draumi til draums. hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn, er þig hugðir borið með undursamleikans eigin þrotlausan brunn þér í brjósti. hvar? í svefnrofunum, þegar Ólafur vaknar „lángt burt frá sjálfum sér“, spyr hann: „Hver er ég? . . . Og hvar?“ Þetta er hið endurtekna spurnarstef kvæðisins. Þar stendur: 36 TMM 1996:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.