Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Síða 44
spekilegu merkingu „firrtur“: „vegvilltur, framandi maður“. I lok Heimsljóss
er Ólafur Kárason hættur að vera mönnum sinnandi og eigrar heilu dagana
um heiðalönd og hrjóstur:
Fyrir kom að hann væri einnig framandi gagnvart eigin högum.
(Fegurð himinsins, bls. 251)
Þetta er nánast sama tjáningin og vitnað var til hér að framan í Fegurð
himinsins (sjá bls. 36) og minnir glöggt á áður tilvitnaðar hendingar í Söknuði:
Svo höldum vér leið vorri áfram, hver sína villigötu,
hver í sínu’ eigin lífi vegvilltur, framandi maður
Örn Úlfar
En það eru ekki einungis orð og minni úr kvæðum Jóhanns sem Halldór
nýtir sér í sagnagerðinni. Jóhann Jónsson birtist jafnvel sjálfur ljóslifandi í
sögu Ljósvíkingsins. Þótt Halldór noti kvæði Jóhanns, einkum Söknuð, til
að lýsa sálarástandi Ólafs Kárasonar þá er Ólafúr ekkert líkur Jóhanni
Jónssyni. Hinsvegar hefur Halldór Laxness gætt aðra sögupersónu í
Heimsljósi útliti, svipmóti og rödd Jóhanns. Það er skáldið og uppreisnar-
maðurinn Örn Úlfar, vinur Ólafs Kárasonar. Báðir eru þeir Jóhann og Örn
Úlfar snjallir frásagnarmenn, báðir eru berklaveikir og dauðanum merktir.
Nokkur dæmi nægja til að sýna að í Erni Úlfari er Jóhann Jónsson lifandi
kominn eins og Halldór lýsir honum í endurminningum sínum:
Höll sumarlandsins (Örn Úlfar):
„[...] hinn ókunni er lægri á vöxt, en meiri í herðunum, sambrýndur, með
skolleitt hár, grænan glampa í augunum og hefur lagt andlitið í þóttafullar
skorður eins og einginn þurfi framar að segja honum neitt, dimman mál-
róm [...]“ (bls. 119-120)
„ [...] Hann talaði dimmum rómi sem hafði blæ af fögrum málmi, en þó
ekki án mýkjandi slikju.“ (bls. 120)
„[...] röddin meðhinummyrkasilkibryddagullintónihljómaðieingegnum
vitund hans [...]“ (bls. 124)
„Hann talaði í alvörugefnum, setturn stíl, næstum bóklegum, og setti mjög
í bninirnar, kipraði hvarmana ogdró ntunnvikin niður á við, [...] (bls. 120)
a2
TMM 1996:4