Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 51
Sagan var talsvert löng af smásögu að vera og prentarinn seinvirkur.
Það greip mig eirðarleysi og ég fór að ganga um gólf, keðjureykti og
þambaði kaffí. Ég hafði nú setið við skriftir í sumarbústað tengda-
foreldra minna í tæpar þórar vikur og þótt sumir dagar virtust
óendanlega langir hafði tíminn verið merkilega fljótur að líða. Eða
það fannst mér allavega núna er mér hafði tekist að ljúka ætlunarverki
mínu.
En dvöl mín í bústaðnum þjónaði einnig öðrum tilgangi. Við konan
mín höfðum um nokkurt skeið átt í sambúðarerfiðleikum; reyndar
ekkert stórvægilegum held ég svona miðað við það sem maður heyrir
oft talað um, en samt nógu slæmum til að einhverskonar uppgjör var
orðið aðkallandi. Áður en til þess kæmi töldum við þó réttast að við
tækjum okkur hugsipásu hvort í sínu lagi og það varð úr að ég fór
hingað austur að skrifa en hún flaug með fimm ára dóttur okkar til
Sankti Pétursborgar á Flórída þar sem vinkona hennar býr. Það vonda
við þá tilhögun þótti mér hins vegar að vinkona hennar var sjálf
nýskilin og ég óttaðist að hún mundi hvetja konu mína til að velja þá
leið. Það hefur maður nefnilega stundum séð gerast með vinkonur, ef
önnur skilur þá líður ekki á löngu uns hin vill það líka. En ég var fyrir
mitt leyti orðinn sannfærður um að okkur bæri ekki skilja og saknaði
stelpnanna minna mikið. Þær voru væntanlegar aftur til landsins eftir
rúma viku og ég vonaði af öllu hjarta að konan mín hefði komist að
sömu niðurstöðu og ég.
Ekki fór hjá því að óvissan með hjónabandið setti mark sitt á Bruna,
söguna sem ég var að skrifa. Mér fannst ég eiga ýmislegt sameiginlegt
með aðalpersónunni, margar hugsanir hennar voru raunverulega
mínar og kannski höfðu örlög hennar öðru fremur gert mér ljóst hvað
skiptir mestu máli í þessu lífi.
Loksins var prentarinn búinn og ég reif blaðsíðurnar lausar, götótta
kantana af og svo hverja síðu frá annarri. Því næst hreiðraði ég um
mig á sófanum, kveikti í nýrri sígarettu og las söguna vandlega yfír. Jú,
þetta virtist vera komið. Nú var bara að salta hana í nokkra daga og
sjá til hvort einhverra lagfæringa væri þörf.
Ég fór fram í útidyr að skyggnast yfir til málarans, nágranna míns.
Bakhlið bústaðar hans sneri að mínum, á henni var einn gluggi og
gardínan dregin frá. Það merkti að vinnudegi málarans væri lokið og
mér óhætt að koma yfir. f veröndinni hjá honum var heitur nuddpott-
TMM 1996:4
49