Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 60
atriðinu því breytt þannig að eiginkonan þungaða á leynilegan ástarfund með ókunn- um manni og fremur síðan sjálfsmorð (en slíkt var stundum sam- þykkt af ritskoðurum ef sá sem tók líf sitt hafði syndgað). Myndin var forsýnd með þessum endi en áhorfendur skellihlógu þegar kom að hinu harmþrungna atriði vegna þess hve fáránlegt það var miðað við alla framvindu myndarinnar. Því var lokaatriðið tekið upp enn á ný en nú var hin dularfulla framkoma eiginmannsins látin vera tómur hugarburður eiginkonunnar, hann var alsaklaus af öllu öðru en galgopahætti. Myndin var margrómuð og geysivinsæl, ekki síst fyrir hinn óvænta og sérstæða endi. En smekkur og kímnigáfa Hitchcocks rakst á við reglugerðina á fleiri sviðum. Til dæmis voru ritskoðarar ekki hrifnir af því þegar leikstjórinn vildi setja atriði sem áttu sér stað á salerni inn í myndir sínar. Við gerð myndar- innar The Paradine Case (1947) þvertók eítirlitið fyrir að fangaklefar væru sýndir með salernum eins og Hitchcock hafði ætlað sér. Auk þess var mælst til þess að Gregory Peck væri ekki látinn fara inn á baðherbergi konu sinnar eins og gert var ráð fýrir í handritinu þrátt fyrir að þau væru fullklædd því eins og áður sagði þótti ekki sæma að karl og kona sæjust saman á slíkunr stað. Við gerð myndarinnar Mr. and Mrs. Smith (1941) tók Hitchcock upp atriði þar sem Gene Raymond, Lucile Watson og Philip Merivale eru að tala saman inná baðherbergi í skrifstofuhúsnæði. Hann lætur samræður þeirra deyja margsinnis út í hljóði frá salerni á efri hæðinni. Hitchcock var varaður við því að reglur kvikmyndaeftirlitsins væru mjög nákvæmar varðandi hljóð úr salernum sem þóttu of sóðaleg fyrir ameríska áhorfendur, óháð því hvort um gamanmynd var að ræða eða ekki. Hitchcock sneri sig út úr þessu með því að láta hljóðmanninn breyta hljóðinu lítillega þannig að það mátti allt eins skilja það sem hljóð úr pípulögn. „Þetta er lík Rebekku sem liggur þarna á gólfinu." Laurence Olivier og Joan Fontaine í kvikmyndinni Rebecca (1940). 58 TMM 1996:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.