Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 61
Svefninn langi Kvikmyndaeftirlitið réð þannig stundum úrslitum um endanlega gerð myndanna og stundum fór svo að feluleikurinn gaf myndunum sérstæðan blæ sem oft féll í kramið hjá áhorfendum. Kvikmymdin TheBigSleep frá árinu 1946 í leikstjórn Howard Hawks, sem gerð var eftir samnefndri bók Raymond Chandlers, féll í þennan flokk. Mörgum áhorfandanum hefur virst söguþráður myndarinnar þvældur og allt að því óskiljanlegur en jafnframt hefur myndin yfir sér seiðandi og dulúðugan blæ og er það að mörgu leyti vegna dansins í kringum reglur kvikmyndaeftirlitsins. Það gerði t.d ekki ráð fyrir eiturlyfjaglæpum, mergjuðum orðahnippingum og því kynferðislega þema sem bókin byggist á og er reynt að þurrka slíkt út eða fela. Bók Chandlers er stutt og er söguþræði hennar nokkuð vel fylgt eftir í myndinni en eins og nærri má geta er „óviðeigandi“ atriðum sleppt. í bók Chandlers er töluvert af blótsyrðum og grófum setningum ásamt lostugum lýsingum á kvenfólki, enda er einkaspæjarinn Marlowe (Humphrey Bogart) ekki við eina fjölina felldur. Reynt var að hreinsa kvikmyndina af öllu slíku en auðvitað var engan veginn hægt að fela fegurð og persónutöfra aðalleikkon- unnar (Lauren Bacall). Brugðið var á það ráð að láta Marlowe halda tryggð við eina konu og vera algerlega ónæman fyrir daðri annarra kvenna enda lýkur myndinni á þann hátt að svo virðist sem þau muni lifa saman ham- ingjusamlega upp frá því. Þannig er helstu persónueinkennum Marlowe í bókinni snúið á haus í kvikmyndinni. Þrátt fyrir slíkar breytingar er myndin þrungin kynferðislegri dulúð sem verður ef til vill fyrst og fremst til í huga áhorfandans og hefur því þrátt fýrir allar takmarkanir kvikmyndaeftirlitsins náð þeim árangri að vera rómuð fýrir seiðandi yfirbragð. Sígarettureykingar eru gjarnan túlkaðar sem staðgenglar kynlífs í kvik- myndum frá fjórða og fimmta áratugnum og voru óspart notaðar sem slíkar. Vissulega má túlka og mistúlka öll smáatriði en í þessu tilfelli eru kyn- ferðislegar vísanir aug- ljósar. f upphafsatriði The Big Sleep sjást skugga- myndir af aðalpersónun- um, Marlowe Og Vivian, Humphrey Bogart og Lauren Bacall í The BigSleep (1946). TMM 1996:4 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.