Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 63
undir þeim aldri og takmarkar stimpillinn því áhorfendafjöldann mjög mikið. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar á kvikmyndaeftirlitinu má enn í dag sjá leifar af gömlu gildunum í flokkun kvikmynda að því leyti að kynlíf fellur undir X eða R, bölv og ragn undir R en ofbeldi, sadismi og annað slíkt undir PG. Þetta hefur mörgum þótt undarlegt gildismat, enda er erfítt að sjá hvernig kynlíf og nekt geta mögulega haft verri áhrif á áhorfendur en morð og annað ofbeldi. Fyrsta myndin sem fékk stimpilinn NC-17 var mynd Philip Kaufmans, Henryand June (1990), og á síðasta ári féll mynd Paul Verhoevens, Showgirls (1995), í þennan flokk. Báðar þessar myndir fengu slakar viðtökur gagn- rýnenda en urðu umtalaðar vegna stimpilsins NC-17. Aftur til fortíðar Um nokkurt skeið hefur verið mikil umræða í Bandaríkjunum um ofbeldi og klám í kvikmyndum. Margir telja að allt of langt sé gengið, frelsið sé of mikið og ástandið jafnvel orðið svo slæmt að unga kynslóðin, sem glápt hefur á kvikmyndir í kvikmyndahúsum og heima, oft án eftirlits frá því hún man eftir sér, sé orðin svo veruleikafirrt að hún greini ekki muninn á réttu og röngu, eða raunveruleika og ímyndun. Sumir telja að vaxandi ofbeldi í samfélaginu eigi ekki síst rætur að rekja til sívaxandi framleiðslu ofbeldis- og glæpamynda. Forsetaframbjóðandinn Bob Dole hratt af stað herferð, svipaðri þeirri frá fjórða áratugnum, við misjafnar undirtektir landa sinna. Hann telur þjóðarímyndina í hættu og er þeirrar skoðunar að þvinga verði kvikmyndaframleiðendur til að endurmeta afstöðu sína til þess efnis sem þeir senda frá sér og draga þá til ábyrgðar. Dole telur að fjölda glæpa megi rekja til ákveðinna kvikmynda. Margir talsmenn Hollywood telja þó að Dole sé að byrja á röngum enda því hann sé meðmæltur einkaeign á skotvopnum og glæpir blómstri ekki síst vegna þess hve frjálsleg lögin eru um eign og sölu skotvopna. Átakið verði því að byrja þar. Það er álitamál hvort mögulegt er að koma böndum á kvikmyndaiðnað- inn í Bandaríkjunum þar sem frelsi einstaklingsins er hálfgert þjóðarslagorð, og Hollywood lítur á allar tilraunir til að heffa iðnaðinn sem svívirðilega frelsisskerðingu. Ýmsar kristilegar hreyfmgar í Bandaríkjunum hafa mótmælt harðlega vaxandi ofbeldi og klámi í bandarískum kvikmyndum og jafnvel óskað eftir að taka aftur upp reglugerðina frá 1934 og það er ljóst að milljónir Banda- ríkjamanna, sem fyrir löngu eru búnir að fá nóg af hömluleysinu í kvik- myndunum, taka undir þetta. TMM 1996:4 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.