Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 69
íbúnum ríkisins (sem náði yfir mestalla Akkeu) var nálægt þriðjungur þrælar. Frjálsir karlar sem nutu pólitískra réttinda voru sennilega innan við 50.000. Þing var haldið um það bil mánaðarlega og þar höfðu allir fullgildir borgarar atkvæðisrétt. Dómstólar voru skipaðir 500 (eða jafnvel fleiri) mönnum sem voru kosnir úr hópi almennings og stór hluti embættismanna var valinn með hlutkesti. Lýðræðissinnum var lítið um það gefið að kjósa embættismenn. Þeim þóttu kosningar milli manna bera um of keim af háttum aðals og auðmanna. Flestir frjálsir karlar gegndu trúnaðarstörfum fyrir ríkið og sátu í dómum einhvern tíma á ævinni. Aþenska lýðræðið var að ýmsu leyti frumstætt og hugmyndafræði lýð- ræðissinna lítt mótuð. Frá tímum Períklesar eru þó til drög að lýðræðislegri hugmyndafræði. Áttu svokallaðir sófistar mestan þátt í mótun hennar. Fremstir í flokki þeirra stóðu Prótagóras (um 485-410 f.Kr.) ogGorgías (um 480-375 f.Kr.). Helstu heimildir sem varðveist hafa um kenningar þessara manna eru rit Platons. Þótt Platon sé þeim heldur andsnúinn er sennilegast að hann segi nokkurn veginn rétt frá skoðunum þeirra, enda voru þær of þekktar til að hægt væri að komast upp með að afbaka þær að ráði. í einni af bókum Platons eru þeir látnir ræðast við, Sókrates og Prótagóras. Prótagóras gerir grein fyrir viðhorfi sínu til stjórnmála með því að segja sögu af uppruna mannkynsins. Þetta er eins konar goðsaga og ekkert bendir til að Prótagóras hafi álitið hana sanna í bókstaflegum skilningi. Undir lok sögunnar lætur Platon Prótagóras segja að menn hafi fyrst lifað í dreifðum hópum: Það voru engar borgir. Mennirnir voru því etnir af villidýrum enda voru þeir að öllu leyti minni máttar. Þótt tækni þeirra dygði til að afla þeim viðurværis dugði hún engan veginn til að þeir gætu háð stríð við dýrin því stjórnlist [orðrétt: pólitíska tcekni] kunnu þeir ekki og hertæknin er partur af henni. Þeir reyndu því að verjast með því að safnast saman og reisa víggirtar borgir. En þegar þeir söfnuðust í samfélög unnu þeir hver öðrum mein því þá skorti kunnáttu í stjórnmálum. Þeir tvístruðust því aftur og voru etnir af dýrum. Seifur óttaðist að tegund vorri yrði útrýmt með öllu. Hann sendi því Hermes4 og lét hann miðla mönnum virðingu fyrir öðrum og réttlætiskennd og koma þannig á reglu í borgum vorum og skapa vináttu og einingu. Hermes spurði Seif á hvern hátt mönnum skyldu gefnar þessar gjafir. „Á ég að deila þeim út eins og listunum var útdeilt, eftir þeirri reglu að einn þjálfaður læknir eða sérfræðingur í annarri grein dugi mörgum leikmönnum? Á ég að deila réttlæti og virðingu fyrir náunganum á þennan hátt meðal manna eða skulu allir fá jafnt?“ „Til allra“ sagði Seifur. „Láttu alla fá sinn skammt. Borgir geta ekki staðið ef þessar dyggðir eru eins og listirnar aðeins á valdi fárra.“5 TMM 1996:4 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.