Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 71
af lærisveinum Sókratesar studdu höfðingjana og þegar lýðræðissinnar komust aftur til valda var Sókratesi stefnt fyrir dóm og hann dæmdur til dauða fyrir að spilla æskulýðnum og trúa ekki á guði borgarinnar. Hann var tekinn af lífi árið 399 þegar Platon var 27 eða 28 ára gamall. Af þessu má ljóst vera að Platon hafði ýmsar ástæður til að vera á móti aþenska lýðræðinu: Hann var alinn upp af aðalsmönnum sem stöðu sinnar vegna voru fylgjandi höfðingjaveldi; Á hans dögum leiddi stefna lýðræðis- sinna og andstaða þeirra gegn friðarsamningum miklar hörmungar yfír landsmenn og mesti spekingur ríkisins var dæmdur saklaus til dauða fýrir tilstílli lýðræðisaflanna. Á næstu árum og áratugum breyttist margt til verri vegar í Aþenu. Bilið milli ríkra og fátækra fór vaxandi og misklíð jókst milli stétta og þjóðfélags- hópa. Hefðbundin trúarbrögð og virðingin fýrir gömlum siðum voru á undanhaldi og æ oftar tók lýðræðið á sig mynd skrílræðis. Þrátt fýrir þetta sá Platon ýmsa kosti við lýðræðið. Þetta kemur ffam í Ríkinu þar sem þeir ræðast við Sókrates og Glákon sem var bróðir Platons. Umræðuefnið er menn sem búa við lýðræði: Eru þeir ekki í fýrsta lagi frjálsir, ríkið barmafullt af frelsi og frjálsum umræðum, og hverjum manni leyfist að gera það sem hann vill? Svo er að minnsta kosti sagt, svaraði hann [Glákon]. En ljóst er að alls staðar þar sem slíkt frjálsræði ríkir hagar hver maður sínum eigin málum á þann hátt sem honum best þóknast. Það gefúr auga leið. Ég hugsa þá að mannfólkið sem byggi við þessa stjórnskipan yrði afar margbreytilegt. Óhjákvæmilega. Líkast til yrði þessi stjórnskipan fegurst allra.sagði ég [Sókrates]. Alveg eins og litskrúðugt klæði sem skartar öllum litbrigðum myndi þessi stjórnskipan sýnast fegurst, þar sem hún væri prýdd öllum hneigðum. Og vísast myndu margir, hélt ég áfram, dæma hana fegursta, líkt og börn og konur sem eru að skoða eitthvert skraut. Áreiðanlega, sagði hann. Og sem meira er, vinur sæll, sagði ég, þetta er staðurinn til að leita að stjórnskipan. Hvernig þá? Frjálsræðið gerir að verkum að þessi stjórnskipan hefur alla stjórnarhætti að geyma. Hætt er við að sá sem hyggst skipuleggja ríki eins og við höfum verið að gera núna neyðist til að fara í lýðræðisríki og velja úr það sem honum líst vel á, eins og hann væri í krambúð, og reisa svo ríkið úr því sem hann hefur valið.6 TMM 1996:4 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.