Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Síða 71
af lærisveinum Sókratesar studdu höfðingjana og þegar lýðræðissinnar
komust aftur til valda var Sókratesi stefnt fyrir dóm og hann dæmdur til
dauða fyrir að spilla æskulýðnum og trúa ekki á guði borgarinnar. Hann var
tekinn af lífi árið 399 þegar Platon var 27 eða 28 ára gamall.
Af þessu má ljóst vera að Platon hafði ýmsar ástæður til að vera á móti
aþenska lýðræðinu: Hann var alinn upp af aðalsmönnum sem stöðu sinnar
vegna voru fylgjandi höfðingjaveldi; Á hans dögum leiddi stefna lýðræðis-
sinna og andstaða þeirra gegn friðarsamningum miklar hörmungar yfír
landsmenn og mesti spekingur ríkisins var dæmdur saklaus til dauða fýrir
tilstílli lýðræðisaflanna.
Á næstu árum og áratugum breyttist margt til verri vegar í Aþenu. Bilið
milli ríkra og fátækra fór vaxandi og misklíð jókst milli stétta og þjóðfélags-
hópa. Hefðbundin trúarbrögð og virðingin fýrir gömlum siðum voru á
undanhaldi og æ oftar tók lýðræðið á sig mynd skrílræðis. Þrátt fýrir þetta
sá Platon ýmsa kosti við lýðræðið. Þetta kemur ffam í Ríkinu þar sem þeir
ræðast við Sókrates og Glákon sem var bróðir Platons. Umræðuefnið er
menn sem búa við lýðræði:
Eru þeir ekki í fýrsta lagi frjálsir, ríkið barmafullt af frelsi og
frjálsum umræðum, og hverjum manni leyfist að gera það sem
hann vill?
Svo er að minnsta kosti sagt, svaraði hann [Glákon].
En ljóst er að alls staðar þar sem slíkt frjálsræði ríkir hagar hver
maður sínum eigin málum á þann hátt sem honum best þóknast.
Það gefúr auga leið.
Ég hugsa þá að mannfólkið sem byggi við þessa stjórnskipan yrði
afar margbreytilegt.
Óhjákvæmilega.
Líkast til yrði þessi stjórnskipan fegurst allra.sagði ég [Sókrates].
Alveg eins og litskrúðugt klæði sem skartar öllum litbrigðum
myndi þessi stjórnskipan sýnast fegurst, þar sem hún væri prýdd
öllum hneigðum. Og vísast myndu margir, hélt ég áfram, dæma
hana fegursta, líkt og börn og konur sem eru að skoða eitthvert
skraut.
Áreiðanlega, sagði hann.
Og sem meira er, vinur sæll, sagði ég, þetta er staðurinn til að
leita að stjórnskipan.
Hvernig þá?
Frjálsræðið gerir að verkum að þessi stjórnskipan hefur alla
stjórnarhætti að geyma. Hætt er við að sá sem hyggst skipuleggja
ríki eins og við höfum verið að gera núna neyðist til að fara í
lýðræðisríki og velja úr það sem honum líst vel á, eins og hann væri
í krambúð, og reisa svo ríkið úr því sem hann hefur valið.6
TMM 1996:4
69