Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 76
verst og muni óhjákvæmilega umhverfast í þá verstu, sem er harðstjórn, með þeim hætti að skríllinn hópist um einhvern lýðskrumara sem nái svo öllum völdum og gerist harðstjóri.16 í Stjórnmálamanninum17 fjallar Platon um sex gerðir stjórnarfars og raðar þeim frá bestu til verstu svona: Einn stjórnar og fer að lögum Fáir stjórna og fara að lögum Margir stjórna og fara að lögum Löglaus stjórn margra Löglaus stjórn fárra Löglaus stjórn eins manns konungsstjórn aðalsveldi lýðræði lýðræði18 auðveldi harðstjórn Hér er lýðræðið hvorki verst né næstverst heldur í miðjunni. Rök Platons íyrir þessari röðun eru á þá leið að einvaldur geti haft mest áhrif bæði til góðs og ills en lýðræðisstjórn sé ævinlega veik og geti hvorki unnið mikið gagn né gert mikinn skaða. Málamiðlun Platons Lögin eru rökrétt framhald af þeirri niðurstöðu í Stjórnmálamanninum að það sé ekki kostur á neinum guðdómlegum stjórnendum. Þar reynir Platon að finna hinn gullna meðalveg milli lýðræðis og þess að láta fámennan úrvalshóp stjórna öllum hinum. I Lögunum lýsir Platon íyrirmyndarríkinu Magnesíu sem á að vera staðsett einhvers staðar á Krít. Allir borgarar taka þátt í stjórn Magnesíu og enginn hópur hefur alræðisvald heldur eru allir settir undir lög. Stéttaskipting er fremur lítil og allir fullgildir borgarar njóta pólitískra réttinda, auðugari stéttirnar þó meiri réttinda en þær fátækari. Hver fjölskylda á sitt eigið bú og tekjumunur auðugustu og fátækustu stéttar má ekki vera meira en fjórfaldur. En þótt Platon geri ráð fyrir því að borgarar ríkisins séu fremur jafnir ætlar hann þrælum og útlendingum enga hlutdeild í stjórn ríkisins. Jafnrétti borgaranna er keypt því verði að stór hluti íbúanna telst alls ekki með. Stjórnskipan Magnesíu minnir um margt á aþenska lýðræðið á 4. öld og draum Prótagórasar um vináttu og einingu í samfélagi jafningja þar sem allir sameinast um að innræta nýrri kynslóð stjórnvisku og borgaralegar dyggðir. Helsti munurinn á stjórnskipaninni sem Platon lýsir í Lögunum og þeim veruleika sem hann þekkti er að hann lætur dómara, embættismenn og kjörna fulltrúa fá töluverðan hluta þess valds sem fjölskipaðir (oft 500 74 TMM 1996:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.