Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 108
Ljúbljana, Nexö eða Laxnesi. Ofsóknir stjórnvalda í alræðisríkjum hafa hjálpað mörgum Austur-Evrópumanni á liðnum árum. Stundum kemur upp tískuáhugi á því sem fágætt er, engu öðru líkt—og sá áhugi getur hjálpað höfundum sem skrifa um samfélög sem ekki hafa enn sogast með öllu inn í heimsþorpið. Kannski fá smáþjóðamenn Nóbelsverðlaun? Kannski er gerð merkileg kvikmynd um eitthvert verk þeirra? Kvikmyndin virðist satt að segja notadrýgra happ en verðlaun frá Sænsku akademíunni. Bandarískur bókmenntapáfi, Harold Bloom, hefur tekið saman bókalista sem hann kallar „The Western Canon“ yfir merkustu bækur Vesturlanda (að hans dómi). Halldór Laxness er þar ekki á skrá, en aftur á móti Martin Andersen Nexö. Það verður einna helst skýrt með því að Bloom þessi hafi frétt af víðfrægri kvikmynd sem Bille August gerði eftir skáldsögu Nexös, Pelli sigursæli. Hvað sem því líður: það er eins gott að horfast í augu við það að velgengni smáþjóðahöfunda á heimsmarkaðinum mikla er mjög háð lítt viðráðanleg- um tískusveiflum og ófyrirsjáanlegum uppákomum. Áróður fyrir ágæti höfunda, hve gáfulegur og reyndar nauðsynlegur sem hann væri, breytir ekki miklu þar um. En gerir þetta nokkuð til? Ekki verða bókmenntir ómerkilegri fyrir það að þær finna sér ekki smugu á heimsmarkaðstorginu. Fer ekki best á því, að smáþjóðamenn hristi af sér vanmetakenndir og hafi gaman af og séu stoltir af því að eiga á sinni tungu sitthvað gott og merkilegt sem „ekki er í vörslu hinna“? Eitt á ég samt, kvað Jónas. Þessum fríðindum, þessari „séreign" er svo sjálfsagt að deila með þeim ágætu útlendum mönnum sem á hverjum tíma eru nógu sjálfstæðir í huga, sérvitrir og viljafastir til að ferðast með lestrarfýsn sína út fyrir alfaraleiðir. I slíkri afstöðu er óþarft að leita að einangrunarhyggju eða þjóðrembu. Sá sem játast henni er miklu heldur að viðurkenna með æðruleysi nokkrar staðreyndir heimsmarkaðstorgsins — án þess að láta þær spilla gleði sinni. Enda má sá sami hafa það vel í huga, að miðja heimsins er líkast til þar sem hann er sjálfur staddur. Heimurinn er allur saman kominn í Þórshöfn, sagði William Heinesen, og hann hafði mikið til síns máls. 106 TMM 1996:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.