Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 110
svo ég gæti haldið veislu fyrir fólkið í draumunum mínum. Og sætt bragð í munninum morguninn eftir. í Litabók er einnig að finna ljóð um sára reynslu, missi og sorg, því eins og Tómas Guðmundsson komst svo hnyttilega að orði forðum þá gleymir sorgin engum. í ljóðinu „Pabbi“ er lýst jarðarför föður og ljóðmælandi sér ekki kistuna á aftasta bekk „fyrir svartklæddu fólki“, en það lifhar yfir honum: „þegar sálin er opn- uð./Og út við sjóndeildarhring/er hvítur maður/ á hlaupum“. I ljóðinu „Mamma“ leggur móðirin lófann yfir augu drengs- ins og hvíslar: hér áttu ekki framar heima. Sofnaðu nú og vaknaðu þar sem svört nóttin er hvít. Ekki er auðvelt að túlka þetta ljóð en það er sterkt „andrúmsloft" í því eins og í bestu ljóðum bókarinnar. Ljóðmælandi „ á ekki lengur tár,/ til að segja nokkurn/ skapaðan hlut“. Yfirleitt er ljóðstíllinn knappur hjá Þorsteini J., ljóðmyndir einfaldar en þó má finna nokkur lengri ljóð sem inni- halda dálítinn frásagnarkjarna. Sem dænii má taka ljóðin „Afi“, „Á gangi“, „I stofunni“ og „Konan“. Skemmtileg hug- mynd kemur ffam í ljóðinu „I stofúnni". Ljóðmælandi vaknar effir nætursvall, í stofunni eru hálftóm glös og vond lykt. Hann nær sér í Ritzkex, skríður undir borðstofuborð. Konan á hæðinni fyrir ofan er að hlusta á messu í útvarpinu og ljóðmælandi fær sér kex í hvert sinn sem kórinn syngur amen! Síðan dettur hon- um það snjallræði í hug að senda flösku- skeyti, lætur miða í hálffulla flösku en lokar augunum þegar hann hendir henni útí heim. Ljóðið „Afi“ er að mestu leyti byggt þannig upp að hinn ungi ljóðmælandi ávarpar afa sinn og spyr hann hvort hann muni ekki eftir sögu ffá því afinn var lítill drengur og fór fótgangandi með mjólk „sunnan úr Skerjafirði/og inní Laugarnes“. Þessi saga rifjast upp þegar flytja á afann á „ósjálfbjargadeildina" og er fuO af hlýju og væntumþykju í garð gamla manns- ins. 1 ljóðinu „Á gangi“ leikur afinn einnig stórt hlutverk ásamt tveim myndum sem hanga á ganginum. Önn- ur er af strák „sem kemst ekki útúr/myndfletinum“, hin af konu „sem hefur greitt /axlarsítt hárið,/ ffamyfir andlitið.“ Og „Annað er ekki/ til að fela þennan skelfilega/græna lit“. Síðan víkur sögunni að herbergi afans og því er lýst á effirfarandi hátt: I herberginu hans afa innst á ganginum, er svo mikið Ijós að það kæmist ekki fyrir í mörgum mörgum dögum. Ljóðmælanda finnst hann ekki vera al- veg frjáls líkt og strákurinn í ramman- um og lætur í ljós þá ósk að mega fylgja afanum út um gluggann. „En þá hristir konan/ í hinum rammanum/alltaf hár- ið,/og hugsar; nei nei.“ Litabók Þorsteins J. er nosturslega unnin ljóðabók. Ljóðin eru heildstæð og greinilega fáguð af langri yfirlegu. Ljóð- stíllinn er knappur og skáldið er leikið í að draga upp myndir í fáum dráttum, að segja rnikið í fáum orðum. Sérkenni bókarinnar er hversu ungur ljóðmæl- andinn er, ljóðheimur verksins hnitast um bernskuminningar, í því birtist þröngur en heildstæður heimur. Styrk- ur Litabókar felst fyrst fremst í barns- legri einlægni og hrifnæmi Ijóðmæland- ans. Niðurstaðan er ljóð sem hrífa lesandann með sér og ekki má gera of lítið úr hinu „þroskaða" skáldi sem kann vel að byggja upp ljóð sín og skapa í þeim sterkt og á köflum dularfullt andrúms- 108 TMM 1996:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.