Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 113
um og pönnukökum. Og á jólunum eru
rúsínur og súkkulaði.
Lífsbaráttan er hörð og fólkið margt,
en hefilspænirnar sem Jakobína bregður
upp í ljósið í annars myrkum tímanum,
segja ekki frá fólki sem sveltur. Sárar
minningar tengjast þeim sem fara;
Kristján og Finna deyja og Siggi bróðir
er sendur í fóstur. Þótt Jakobína finni
ekki sjálf fyrir því að systkinunum fækki,
man hún sorg og sársauka foreldra
sinna, þótt þau hafi huggað sig við að
kannski gætu fósturforeldrarnir veitt
Sigga bróður betra líf, jafnvel menntun.
En þótt Jakobína læri smám saman
um skömm og sekt, ótta, öryggisleysi,
sársauka og söknuð, eru það tilfinningar
sem hún styðst við til að feta sig um
bernskuslóðir sínar og æsku. Hún skap-
ar heiilega mynd af harðri lífsbaráttu;
baráttu sem er svo hörð að það vinnst
ekld tími til að sinna mýkri gildum. Það
er ekJci mikið um faðmlög, né hlýju, bara
endalausar slcyldur og puð og hún lærir
snemma að fátæklingar geti ekki vænst
annars af lífinu. Það kemur henni því
verulega á óvart, þegar hún kemst að því
á unglingsárunum að foreldrar hennar
hafi verið ástfangin þegar þau voru ung
og rist trúnað sinn í þann harða stein
sem landið hvílir á. Það er eins og renni
upp fyrir henni ljós, sem fylgt hefur
henni allar götur síðan; þessi lokaði
heimur, afskekktur og einangraður er
heilög jörð, þar sem lífsbaráttan var háð,
striti og skyldum skilað æðrulaust og
raulandi á grundvelli kærleikans.
Mynd í mynd
Frásögn Jakobínu er ekki samfelld í
tíma. Hún rásar fram og aftur um æsku-
ár sín. Hlutir, fólk og atvik, sem hún sér
á leið sinni um húsið, minna á aðra hluti,
fólk og atvik, sem hafa átt sér stað á
öðrum tíma. í hverri minningu er önnur
minning; í hverri mynd er önnur mynd.
Þegar hefilspæni er brugðið upp í ljósið,
birtast ótal myndir og þeim raðar Jak-
obína saman, ekki í tímaröð, því tíminn
er myrkur og myndi kannski sleppa ein-
hverjum myndum ef hann fengi að ráða.
Hún átti sér draum um að skrifa,
segja frá hugrenningum sínum, strax á
barnsaldri. En það var ekki fyrir fátæk-
linga. Og víða í sögu Jakobínu má sjá
vanmat þeirra sem eldri eru á möguleik-
um sinnar stéttar og einstaldinganna
sem hana fylla. Vissulega hefur sá
grunnur mótað Jífssýn Jakobínu, og þar
með ritverk hennar; orðið grunnurinn
að þeim verkum sem öðrum frekar hafa
opnað íslenskum konum leið til að tjá
sig í skáldskap.
Þótt Jakobína líti á líf sitt sem ferðalag
um lífið og frásögnina um æskuár sín
sem ferðalag um skuggsýnar slóðir, er
ljóst að það hefur ekki margt farið for-
görðum. Farangurinn sem hún lagði
upp með, er allur til staðar. Hún þurfti
bara tíma til að skoða hann. Allt sem
skiptir máli rifjast upp og frásögnin
verður svo ljóslifandi að lesandinn finn-
ur ilm af kaffi og jólum, sagi og kúa-
mykju og þreifar á járni og timbri,
postulíni og ull.
Jakobína segir ekki hlutlaust frá,
heldur lifir hvern atburð, hvern hlut og
hverja manneskju sem hún kallar til sög-
unnar og nær þannig að svipta hulunni
sem oft liggur milli höfundar og lesanda,
svo manni finnst eins og maður hafi
verið þarna sjálfur.
Bækur Jakobínu hafa gjarnan fjallað
um ferðalög og víst er að „í barndómi,"
varpar nýju ljósi á skáldverk hennar.
Hún gefur hér svo tæra mynd af hugar-
heimi sínum að að maður hlýtur að lesa
skáldsögur hennar „Lifandi vatnið,“ og
„I sama klefa,“ með nýjum ferðahuga.
Súsatma Svavarsdóttir
TMM 1996:4
111