Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 6

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 6
 6 sk‡ Útgefandi: Heimur hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson Útlitshönnun: Heimur hf. Ljósmyndir: Páll Stefánsson, Geir Ólafsson og fleiri Blaðamenn/Greinarhöfundar: Anna Kristine Magnúsdóttir, Hilmar Karlsson, Hrund Hauksdóttir, Friðrik G. Olgeirsson, Fríða Björnsdóttir, Geir A. Guðsteinsson, Jóhanna Harðardóttir, Kristinn Jón Arnarson, Sesselja Bjarnadóttir Sigurður Bogi Sævarsson. Auglýsingastjóri: Vilhjálmur Kjartansson Prentun: Oddi hf. Heimur hf. – Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavík. Sími: 512-7575 Á Icelandair hótelunum finnur þú frábæra fundaraðstöðu sem hentar fyrir fundi af öllum stærðum og gerðum. Við bjóðum fyrsta flokks tæknibúnað, sérþjálfað starfsfólk og umgjörð við hæfi. Verið velkomin! GÓ‹UR FUNDUR E N N E M M / S ÍA / N M 19 9 3 7 Nordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra› www.icehotels.is Sími: 444 4000 icehotels@icehotels.is Mestir, bestir og minnstir Nú veltum við því fyrir okkur hverjar séu bestu bækur Íslandssögunnar. Auðvitað má spyrja hvort spurningin hafi einhverja merkingu, hvernig á að bera saman ólíka bækur frá ólíkum tímum? Eiga bækur úr fortíðinni erindi við okkur nútímafólkið? Svar þeirra sérfræðinga sem við báðum að leggja okkur lið var skýrt. Já, það eru margar bækur sem eru orðnar um 800 ára gamlar eða eldri sem allir Íslendingar ættu að lesa. Það er gaman að sjá hvernig nútíminn (því að við teljum Halldór Laxness til nútímans þó að hann sé látinn) kallast á við fornöldina á listunum. Eflaust eru Snorri og Halldór mestu rithöfundar Íslandssögunnar, en það eru miklu fleiri sem öllum ber að kynna sér. Alls eru hér taldar þrjátíu úrvalsbækur, fornbókmenntir, ljóð og bækur frá síðari öldum sem sérhver vel menntaður Íslendingur ætti að hafa lesið. Lesendur geta leikið sér að því að velja sjálfir sínar uppáhaldsbækur og vonandi eru þeir ekki sammála öllu því sem hér kemur fram. En þó var merkilega góður samhljómur um bestu bækurnar í hverjum flokki um sig. Ánægjulegasta niðurstaðan er auðvitað sú hve margar góðar bækur hafa verið skrifaðar á íslensku. Okkur Íslendingum er tamt að guma af hreinasta landinu og fallegasta kven- fólkinu í heimi. Og oft eru útlendingar sammála okkur því að ótrúlega margar íslenskar konur hafa verið valdar fallegustu konur heims. Skiptir þetta einhverju máli? Við svörum því játandi. Við eigum að gleðjast yfir velgengni þeirra stúlkna sem leggja það á sig að keppa við erlendar stallsystur sínar. Þær fá góða auglýs- ingu og mikla reynslu og auk þess nýtur þjóðin góðs af þeirri kynningu sem af slíkri keppni fæst. En á sama tíma og við erum ánægð með að vera falleg bókmenntaþjóð fer fólki af erlendum uppruna fjölgandi hér á landi. Er þeim tekið með fögnuði eða eru Íslendingar fullir fordóma? Við ræðum við nokkra einstaklinga sem eru af útlendu bergi brotnir og þeir segja frá reynslu sinni. Það væri of djúpt í árinni tekið að segja að Íslendingar taki útlendingum illa. En sjaldnast er hægt að segja að við lítum á fólk af erlendu bergi brotið sem jafningja. Það er óvenjulegt að útlendingar geti samlagast okkar samfélagi að fullu. Íslenska er ekki auðvelt mál og svo margir tala ensku að útlendingar geta haldið sig við hana og verða fyrir bragðið einangraðri en ella, svo þverstæðukennt sem það virðist. Kannski er mesti vandi nútíma Íslendinga sá að vera á sama tíma þjóðlegir og alþjóðlegir, bæði sveitamenn og heimsborgarar. Það er hlutverk Íslendinga að varðveita sína menningu um leið og þeir verða að kynnast og jafnvel tileinka sér menningu annarra. En Íslendingar vekja athygli. Fyrir nokkrum dögum skrifaði útlendingur okkur póst og spurði: Hvers vegna er maður alltaf að heyra um þetta land sem hefur helmingi færri íbúa en Seattle í Bandaríkjunum? Benedikt Jóhannesson sky , 4.TBL.2005 sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.