Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 78

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 78
 78 sk‡ Tony Soprano lítur til baka Nú þegar verið er að gera síð- ustu þættina af The Sopranos eftir tæplega tveggja ára hlé er margs að minnast og þá ekki síst fyrir James Gandolfini, en hann gerði Tony Soprano að einni þekktustu persónu sjónvarpssög- unnar: „Þetta hefur verið ótrú- legur tími fyrir mig og aðra sem hafa leikið í seríunni frá upphafi. Við vorum öll tiltölulega óþekkt, fyrir utan Lorraine Bracco, sem átti að baki stór hlutverk í kvik- myndum, og segja má að The Sopranos hafi verið stór hluti af lífi okkar og kennt okkur hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Nú þegar endirinn nálgast þá erum við öll tilbúin að taka því, en minningin lifir að eilífu.“ Síð- asta þáttaröðin af The Sopranos verður í tveimur hlutum. Tólf þættir verða sýndir á þessu ári og hefjast sýningar í mars í Banda- ríkjunum og sýningar á síðustu átta þáttunum í janúar 2007. Brad Pitt leikur Jesse James Brad Pitt hefur verið á milli tannanna á heimspressunni síð- ustu mánuðina og það ekki af góðu. Flestir hafa tekið málstað Jennifer Anniston eftir að Pitt yfirgaf hana vegna Angelinu Jolie, sem hann á nú von á barni með. Hvort þetta hefur einhver áhrif á vinsældir hans sem kvikmyndaleikara kemur í ljós þegar The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford verður frumsýnd en í henni leikur hann skúrkinn og þjóðsagnapersónuna Jesse James. Nafn myndarinnar er sérstakt svo ekki sé meira sagt, líkara setningu í meginmáli en áherslutexta eins og nöfn kvik- mynda yfirleitt eru. Í myndinni er sagt frá því þegar Jesse James er að ráðgera næsta stórrán sitt og um leið að verjast „vinum“ sínum, sem eru tilbúnir að drepa hann eða afhenda hann yfirvöldum vegna þess hversu há fjárupphæð er sett til höf- uðs honum. Auk Pitts leika í myndinni Casey Affleck, Sam Shepard, Mary-Louise Parker, Jeremy Renner og Sam Rockwell. Marie Antoinette Sofia Coppola hefur fetað dyggi- lega í fótspor föður síns Francis og er einn eftirtektarverðasti kvikmyndaleikstjórinn í dag. Hún á tvær frábærar myndir að baki, The Virgin Soldiers og Lost in Translation. Um mitt ár verður þriðja kvikmynd hennar frumsýnd, Marie Antoinette, sem byggð er á viðburðaríkri ævi Frakklands- drottningar. Sofia Coppola skrifar hand- ritið og er það lauslega byggt á ævisögunni, The Journey, eftir Antoniu Fraser. Sjálf segir Sofia að í mynd sinni sé sögð saga um stúlku frá Vín sem nítján ára gömul, árið 1774, verður drottning Frakklands. Coppola fékk meðal annars leyfi til að kvikmynda í Versölum. Með hlutverk Marie Antoinette fer Kirsten Dunst, sem einnig lék aðalhlutverkið í The Virgin Soldiers. Í fótspor Gretu Garbo Greta Garbo er ein stærsta kvik- myndastjarna sögunnar og ríkir mikil dulúð yfir lífi hennar. Ekki hefur verið mikið um endurgerðir á myndum hennar enda má segja að efniviður flestra sé ekki beinlínis nútíma- legur. Það er svo ekki fyrir hvern sem er að feta í fótspor Garbo. Naomi Watts er skær stjarna í dag og í The Painted Veil, sem frumsýnd verður síðar á árinu, fer hún með hlutverk sem Greta Garbo lék í sam- nefndri kvikmynd árið 1934. Gerist myndin í Hong Kong og segir frá konu sem á í ástar- sambandi við stjórnmálamann framhjá eiginmanni sínum. Lífs- viðhorf hennar breytist til muna þegar hún heimsækir svæði þar sem kólera hefur geisað. Edward Norton leikur eiginmanninn og Liev Schreiber elskhugann, en þau hrifust hvort af öðru og hafa verið saman síðan. Ungar og ríkar Íslendingar hafa verið bless- unarlega lausir við að þurfa að fylgjast með Olsen-tví- burunum, sem voru vinsælar barnastjörnur í bandaríska sjónvarpinu og hafa efnast vel á nokkrum árum. Þær Mary- Kate og Ashley eru í dag í hópi þeirra ríku ungmenna sem eru áberandi í samkvæmislífinu og vinsælar í glanstímaritum. Vel hefur verið haldið um peninga- málin hjá þein sem má sjá af þeirri staðreynd að þær trónuðu efstar á blaði þegar birtur var listi í fjármálatímaritinu Forbes yfir þau bandarísku ungmenni undir 25 ára sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári. Voru þær 21 milljónir dollarar eða 1,3 milljarður íslenskra króna. Ekki er samt vitað að stúlkurnar hafi gert neitt frá því að þær léku í kvikmyndinni New York Minute, sem öllum er gleymd, þótt ekki sé hún nema tveggja ára gömul. Önnur tvíburanna, Mary-Kate, lenti í efsta sæti á öðrum lista sem ekki er eins eft- irsóknarvert. Varð hún ofarlega á lista yfir verst klæddu kon- urnar vestan hafs. Kvikmyndafréttir Kirsten Dunst fær það erfiða hlutverk að leika Marie Antoinette. James Gandolfini í hlutverki Tony Sopranos. Brad Pitt sem útlaginn Jesse James. Ashley og Mary-Kate Olsen, frægar barnastjörnur sem eru uppáhald slúðurblaða. sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.2006)
https://timarit.is/issue/381312

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.2006)

Aðgerðir: