Ský - 01.01.2006, Síða 25

Ský - 01.01.2006, Síða 25
Þeir ellefu einstaklingar sem Ský leitaði til þekkja allir vel til bókmennta þjóðarinnar. Í fyrri umferð voru viðkomandi beðnir um að nefna þær tíu bækur sem þeim þætti mest spunnið í og láta rökstuðning fylgja. Í annari umferð var þeim bókum sem flestir nefndu raðað upp í flokka fornsagna, ljóða og skáldsagna og þátt- takendur beðnir að gefa bókunum stig í samræmi við álit sitt. Auk þess völdu menn svo tíu bestu bækurnar á íslensku. Endanlegar niðurstöður eru birtar hér til hliðar. Annars staðar með þessari umfjöllun fylgja ummæli um þær bækur sem þátttakendur telja bestar, sem og nöfn þeirra. Íslendingar eru bókaþjóð. Hér tíðkast að kaupa hestburðina af bókum fyrir jól og gefa vinum og kunningjum. Rætur þessarar gjafamenningar eru margar, en sjálfsagt hefur nokkur áhrif sú ríka sagnahefð sem býr með þjóðinni. Íslendingasögurnar voru skráðar á þrettándu öld og eru ásamt öðru grundvöllur norrænnar menningar. Þessar sögur og ýmis kveðskapur, andlegur jafnt sem veraldlegur, varð fólkinu sem byggði landið norður undir heim- skautsbaug ótæmandi uppspretta á myrkum miðöldum, þegar þrengdi að og lífsbaráttan var hörð. Einmitt þá urðu hreystiverk fyrri kynslóða Íslendingum ómetanlegt veganesti. Hryggstykki menningar Njála er sú fornsaga sem flestir telja besta. Kannski ekki að ófyrir- synju enda er hún „ ... spegill sem þjóðin ætti alltaf að skoða sig í,“ eins og einn af álitsgjöfum Skýja kemst að orði. En hvað gerir Njálu að afbragði annarra bóka? Margur hefur glímt við spurn- inguna og gjarnan er svarað á þá lund að að Njála sé ritverk sem einkennist af átökum ólíkra menningarheima, aukinheldur sem sögupersónurnar eru hver annarri ólíkari. „Hugsjón sögumanns er friðsælt og starfssamt samfélag, en friður og dagleg störf eru stöðugt í hættu vegna atburða sem spretta af mannlegum veikleika, ofsa manna og sjálfræði, öfund og illgirni,“ segja Grímur M. Helgason og Vésteinn Ólason í formála útgáfu Njálu frá 1973. Segir enn fremur að í engri Íslend- ingasögu gegni opinberar stofnanir samfélagsins, svo sem lög, þing og dómar, jafnmiklu hlutverki og í Njálu. Þeim takist þó ekki að vernda friðinn í samfélaginu, hvort sem um er að kenna afli örlaga eða vilja einstakra manna til að fara eigin leiðir. Í þriðja sæti fornsagnanna er Egla. Grettla er í sjötta sæti og Laxdæla í áttunda. Þrjár síðastnefndu bækurnar – sem og Njála – eiga það allar sammerkt að vera hryggjarstykki menningar hver í sínu héraði og sífelld uppspretta nýrrar sköpunar. Ferðafólk víða að heimsækir Rangárþing, Borgarfjörð, Húnaþing og Dali til að kynna sér sögusvið sagnanna, sem allar eru spegill sinnar samtíðar. Eddukvæðin eru ótæmandi brunnur speki og voru ótvírætt í öðru sæti. Kannski hefur skarpleg hugsun aldrei verið orðuð betur á íslensku en í Hávamálum og Völuspá er stórkostleg lýsing á Ragnarökum. Snorra-Edda og Heimskringla ná báðar inn á listann. Hafi Snorri skrifað Egils sögu er hann með þrjár bækur á listanum og aðeins Halldór Laxness nær fleiri bókum. Sturlunga lendir í sjöunda sæti en hún tengist Snorra bæði sem saga hans og frænda hans og er skrifuð af frænda hans, að minnsta kosti að hluta. Íslendingabók rekur lestina af fornbókmenntum, enda nokkuð annars eðlis en fornsögurnar en vissulega mergjað rit. Hjarthrein ást á Jónasi Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar eru besta ljóðabók tungunnar, segja álitsgjafar Skýja. Niðurstaðan kemur ekki á óvart því í nær tvær aldir hefur hann verið trúnaðarvinur þjóðarinnar. „Í ljóðum hans hefur okkur opinberazt hinn heillandi skáldskapur jarðlífs- ins og náttúrunnar í kringum okkur og þau hafa leitt okkur að hjartarótum landsins og kennt okkur, börnum þess, að elska það,“ segir borgarskáldið Tómas Guðmundsson í formála að Ljóðasafni Jónasar sem út kom árið 1945. sk‡ 25 Besta bókin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.