Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 31
Á STÓRAN HLUT Í
STÓRFYRIRTÆKJUM
Sirrý segir viðskiptavinahóp sinn stóran og
tryggan:
„Hann samanstendur af körlum og konum
á öllum aldri. Það er mikill misskilningur að
karlmenn vilji eitthvað síður en konur láta spá
fyrir sér. Mjög margir karlmenn leita til mín
áður en þeir fara út í fjárfestingar eða vegna
atvinnu- eða fjármála og ég segi oft í gamni að
ég eigi ótrúlega stóran hlut í mörgum íslenskum
stórfyrirtækjum!“ segir hún brosandi. „Svo eru
auðvitað alltaf einhverjir að leita að ástinni.
Ekki aðeins ungar stúlkur heldur líka fólk á tíma-
mótum. Hjónaskilnaðir eru tíðir og fólk missir
maka sinn og langar að vita hvort það eigi eftir
að eiga samleið með einhverjum öðrum. Aðrir
koma fyrir forvitni sakir; eru kannski ekki að
leita svara við ákveðnum spurningum en spyrja
þá gjarnan um börn sín og barnabörn. Ég segi
fólki frá öllu sem ég sé, enda fylgir farangur
hverri manneskju.“
Verð hjá spákonum er afar misjafnt og Sirrý
segir þær miskunnarlaust „njósna“ hver um
aðra:
„Ég hef meira að segja fengið símtal frá spá-
konu sem húðskammaði mig fyrir að vera alltof
ódýr!“ segir hún og skellihlær. „Ég spurði hana
nú bara síðan hvenær við værum saman í félagi,
það hlyti hver og ein að ráða sjálf hvaða gjald
hún setti upp.“
-Það hefur þá semsagt aldrei komið til tals að
stofna slíkt félag, félag íslenskra spákvenna ...?
„Nei, það gengi aldrei,“ segir hún. „Hér ríkir
svo mikil samkeppni að við gætum aldrei komið
okkur saman um neitt! Í Danmörku er hins
vegar starfandi slíkt félag. Þar þurfa spákonur og
spámenn að sanna sig áður en þau fá inngöngu
í félagið.“
-Hvað með skatta?
„Ég borga fullan skatt af mínum tekjum sem
koma gegnum Símatorgið,“ segir hún. „Hins
vegar hef ég auðvitað engar tryggingar, hef
aldrei fengið sumarleyfi, aðeins tvisvar á ævinni
farið til útlanda og hef ekkert atvinnuöryggi
annað en það að á meðan spádómarnir rætast
hef ég örugga vinnu. Ég treysti bara á Guð og
lukkuna ...“
Þeir sem eru forvitnir um fram-
tíð sína geta annaðhvort hringt í
spásímann 908 6116 eða pantað
einkatíma í síma 823 6393.
sky
,