Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 13

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 13
 sk‡ 13 - Kom þér á óvart að vinna keppnina? „Já, það kom mér svo sannarlega á óvart en hins vegar var mér spáð mjög góðu gengi. Margir veðbankar og ýmsar síður á Netinu töldu að Ungfrú Ísland væri sigurstrangleg en spáðu mér samt ekki endilega efstu sætunum. Ég viðurkenni alveg að svona spár um velgengni hafa svolítil áhrif á mann og vekja jafnvel vissar vonir um stund en best er að hugsa sem minnst um þetta. Ég var bara að vonast til að vera á meðal 15 efstu stúlknanna í keppninni, það var minn draumur. Ef ég var ofurbjartsýn, gældi ég við hugmyndina um að vinna titilinn Miss Northen Europe en sex stúlkur úr 15 efstu sætunum voru valdar sem „heimsálfustelpurnar“ eða fulltrúar sinna heimsálfa.“ - Hefurðu fylgst með þessari keppni í gegnum tíðina? „Nei, ég hef ekki fylgst með fegurðarsamkeppnum að neinu ráði. Það er einna helst á síðari árum sem ég hef aðeins fylgst með ef íslensk stelpa er að fara í keppni, eins og allir gera, en hef ekki verið neitt sérstak- lega inni í þessum heimi. Þó má segja að annað gildi um keppnina um Ungfrú Ísland en ég fékk áhuga á henni í gegnum ömmu mína, Jórunni Karlsdóttur, og þátttaka mín var til heiðurs henni. Hún var alltaf að sauma kjóla á stelpurnar í keppn- unum og var einn þekktasti kjólahönnuður lands- ins. Þannig vildi það til að ég fór í Ungfrú Ísland. Þótt mamma (Unnur Steinsson) hefði tekið þátt í keppninni hafði það lítil áhrif á mig, þetta snerist fyrst og fremst um hana ömmu mína. Hún hafði hvatt mömmu til að fara út í þetta og það var var draumurinn hennar að ég myndi feta í fótspor hennar. Ég klæddist kjól sem hún hannaði og mamma saumaði.“ Kvöldið áður en úrslitin voru gerð kunn skrifaði Unnur Birna á bloggsíðuna sína að hún kæmi örugglega ekki heim með kórónuna í ferðatöskunni ... Ungfrú Heimur hlær hjartanlega: „Já, eftir að ég vann Ungfrú Ísland bauðst Morgunblaðið til þess að hýsa bloggið mitt meðan ég væri í Kína. Mér fannst sniðugt að leyfa fólki að skyggnast aðeins á bak við tjöldin og fylgjast með. Mér fannst skemmtilegt að blogga en bjóst alls ekki við jafnmiklum viðbrögðum og raun bar vitni. Ég fékk mikla athygli út á bloggið og fann fljótlega fyrir pressu, mjög margir lásu það og fylgdust dag- lega með. Þá fór ég að velta meira fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um og vanda mig! Það var dálítið stress en ég hafði svo sem ekki mikið annað að gera þar sem við vorum nær alltaf hangandi inni á herbergi. Mér datt ekki til hugar að ég myndi vinna og skrifaði um það á bloggið. Margar fallegar stelpur komu til greina og ég skipti oft um skoðun á því hverja ég taldi líklegasta til að vinna. Við fyrstu kynni hætti manni til að dæma stelpurnar að mestu eftir útliti og út frá því hvernig þær báru sig en svo kynntist maður kannski viðkomandi og þá reyndist persónuleikinn stundum ekki sérlega spennandi. Í síð- ustu vikunni var ég þó orðin sannfærð um að Ungfrú Mexíkó myndi hreppa titilinn en hún varð í öðru sæti. Indæl og góð stelpa, alveg týpan í þetta.“ -Hvernig var móður þinni svo innanbrjósts þegar dóttirin var krýnd Ungfrú Heimur? „Mamma kom út til Kína viku fyrir úrslitakvöldið. Hún hefur ábyggi- lega verið í einhvers konar ,,flassbakki“ þar sem hún hafði sjálf tekið þátt í keppninni og vissi örugglega hvað ég var að upplifa. Hún náði fjórða sætinu sem er frábær árangur. Þegar búið var að tilkynna úrslit og ljóst var að ég hafði unnið titilinn, horfðum við mæðgurnar bara hvor á aðra og hristum hausinn. Við náðum hvorugar því sem var að gerast.“ -Ertu orðin þreytt á að taka á móti hamingjuóskum? „Nei, verð aldrei leið á því og ég er reyndar mjög ánægð með hvernig allt hefur verið síðan ég kom heim, allt svo rosalega jákvætt. Það er þjóðarstolt í fólki og það stoppar mig úti á götu og óskar mér til lukku. Mér finnst að þegar mér er óskað til hamingju með þennan árangur að ég þurfi sýna sömu viðbrögð og ég gaf allra fyrstu manneskj- unni sem færði mér hamingjuóskir. Ég fer þó sama og ekkert út að skemmta mér. Skrapp á háskólaball eftir að ég kom heim úr keppninni og það var frekar erfitt, stöðugt verið að stoppa mig og allir að toga í mann. Það birtist mynd af mér á ballinu í blaði og sagt var að maður hefði verið að áreita mig en þetta var bara saklaus strákur að reyna að tala við mig. Svona uppákomur eru voðalega leiðinlegar. Ég býst við að venjast þessu, margir eru í þeirri stöðu í þjóðfélaginu að fylgst er með þeim. En mér líður líka best í skítagallanum í friði úti í hesthúsi!“ -Nú varstu í löggunni síðasta sumar sem er frekar óhefð- bundið starf fyrir fegurðardrottningu. Hvernig lagðist löggan í þig? ,,Afar vel. Þessi hugmynd kviknaði út frá því að mig vantaði sumar- vinnu og ég var að spá í hvað mig langaði virkilega að gera. Ég vildi gera eitthvað spennandi og krefjandi, ekki bara sækja um í einhverri fatabúð. Svo ég sótti um í sumarafleysingum hjá Lögreglunni. Það þurfti að fara í gegnum mikið ferli; heill dagur í inntökuprófi og þreyta líkamlegt þrekpróf sem ég þurfti að æfa vel fyrir til að eiga möguleika. Það eru gerðar miklar kröfur til þess að fólk sé í góðu formi og hraust. Ég lyfti lóðum og dró 80 kílóa þunga brúðu 100 metra vegalengd. Þetta var þvílíkt erfitt en ég náði þessu. Við vorum um 40 manns sem sóttum um og kringum 10-15 komust í gegnum nálaraugað. Ég var stolt af því að hafa náð þessum prófum og fór að vinna á Keflavíkurflugvelli á 12 tíma dag- og næturvöktum. Jafnvel þó að embættið suður frá sé frekar rólegt, þá var þetta heilmikil lífsreynsla og ég upplifði ýmislegt, sá nýja hlið á sumum málum. Embættið snýst mikið um Völlinn, bæði varnarsvæðið og sjálfan flugvöllinn. Við unnum meðal annars að sameiginlegu eftirliti með amerísku herlögreglunni, og svo fóru tveir tímar á hverri vakt í vegabréfsskoðun sem mér fannst mjög áhugaverð. Eðli málsins samkvæmt fylgdu vinnunni líka eftirlitsferðir á flugvellinum og Reykjanesbrautinni. Ég held að reynslan af löggæslustörfum sé ágætt veganesti í lögfræðina en ég byrjaði í henni síðastliðið haust. Ég finn mig rosalega vel í Háskólanum í Reykjavík og ætla hiklaust að klára námið.“ „Ég er svo hrifin af sveitinni! Þegar ég var í Kína og hugsaði mikið heim þá langaði mig mest í sveitina í Fljótshlíðinni.“ Fegurðardrottningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.