Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 51

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 51
 sk‡ 51 TRYGGVI FELIXSON Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, segist fremur bjartsýnn á framtíðina og segir velferð þjóðarinnar byggjast á því að okkur takist að lifa í sátt við náttúruna. Ásóknin í auðlindir er mikil, öll lifum við á náttúrunni og hver einasti Íslendingur þarf þrjú til fjögur kíló af vatni og fæðu á hverjum degi, eða tugi tonna á meðalmannsævi. Sem þjóð eigum við vel til hnífs og skeiðar, efnisleg velferð á landinu er góð og það sama má segja um aðgang að auðlindum. Við búum við góða menntun og siðferði, stjórnarfarið í landinu verður að teljast þokkalegt og allt ætti þetta að geta tryggt okkur velgengni í framtíðinni, þ.e.a.s. ef við spilum rétt úr fram- tíðarmöguleikunum. Þörfin fyrir orku er ómetanleg hér sem annars staðar, en það er í okkar valdi að hafa stjórn á græðgi, fáfræði og fátækt. Tryggvi telur að orkubúskapurinn geti vel mætt venjulegri dagsþörf Íslendinga næstu áratugi án þess að frekar sé gengið á önnur náttúruverðmæti, s.s. landslag, gróður og önnur gæði sem við eigum hér enn. Framboð á orku er nægilegt til framtíðar, ef við notum hugvit okkar og þekk- ingu í að þróa aðferðir til að nýta auðlindirnar betur og takmarka orkuþörfina. Tryggvi telur að besti virkjanakosturinn á landinu sé orkusparnaður. Íslendingar hafa löngum verið taldir orkusóðar, þeir sóa mikilli orku hugsunarlaust og fram að þessu hefur lítið verið lagt upp úr því að kenna landanum orkusparnað, enda tilhneiging til að líta á auðlindirnar sem óþrjótandi uppsprettur. Betri nýting orkunnar gæti sparað okkur virkj- unarframkvæmdir með tilheyrandi fórnarkostnaði. Ný og fullkomnari tækni við vinnslu orkunnar gæti einnig sparað okkur virkjunarkosti og þar þarf að beita hugviti og þekkingu. Eftirspurnin eftir lífsgæðum er mikil og helsta von okkar til að spara orku er að breyta hugsunarhættinum. Lífsgæði felast í ýmsu öðru en orkufrekum tækjum, s.s. betri skólum og heilsugæslu, ómengaðri náttúru og óspilltu dýralífi og það er okkar að velja hvaða lífsgæði við setjum í forgang. Tryggvi telur að Íslendingar muni í framtíðinni fremur stefna á að virkja hugvit en halda áfram á braut frumvinnslu. Það er ljóst að ef við tökum frekari þátt í stóriðju mun það spilla öðrum möguleikum til fram- fara, því frumvinnsla er eins konar blindgata sem leiðir ekki til framhalds í atvinnusköpun. Auðlindir á Íslandi eru ekki ótakmarkaðar og þar sem við eigum engan möguleika á að leysa orkuþörf heimsins er okkur hollara að stefna að því að verða sjálfbær á því sviði og beina kröftum okkar að vinnslu hugvits sem getur af sér fleiri framhaldsmöguleika fremur en frumvinnslu. stefna að því að búa til einstakar vörur og selja menningu okkar, t.d. í matartúrisma, svo eitthvað sé nefnt, því af nógu er að taka. Eins og tölvutækni hefur þróast síðustu 20 árin höfum við bæði of- og vanmetið hana. Allar hugmyndir okkar þá voru á undan sjálfum sér, en það er ekki ólíklegt að eftir 25 ár verði væntingarnar orðnar að veruleika og þorpin úti á landi orðin samfélagsleg verðmæti. Fólk verði farið að sækja þangað lífsgæði og spara sér tíma og pen- inga með því að búa þar. Menn sem eru klárir á sínu sviði geta unnið þar við sitt fag, hannað og miðlað þekkingu á netinu og með lífrænan landbúnað sér við hlið. Vélavæðing ýtir nú fólkinu úr sveitunum en Andri telur að þessi þróun snúist við, fólk fari að velja sér þann lífsstíl sem það vill og njóta þess sem landið gefur okkur. En tímabundin örvænting landsbyggðarinnar getur samt eyðilagt svo mikið áður en þetta gerist og skortur á framtíðarsýn veldur ótta og óöryggi og grimmd. Andri segir að versta ógnin sem að okkur stafar sé sú að við glötum stolti okkar og látum etja okkur út í ófærur. Við höfum um tvo kosti að velja; við getum valið um hnignun eða að styrkja menntun og menningu í landinu, nýta auðlindirnar sem liggja í menningunni, endurheimta stoltið yfir okkar eigin fram- leiðslu og hætta að láta hræða okkur til að gera það sem við viljum ekki. Samdóma álit allra viðmælendanna er að framtíðin sé í okkar höndum. Við ráðum að vísu hvorki við þátt hnattrænna breytinga á jörðina né hvaða áhrif þau muni hafa á lífsgæði okkar, en ef við lifum skyn- samlega í framtíðinni ætti okkur að geta farnast vel. „Það er ljóst að ef Íslendingar taka frekari þátt í stóriðju mun það spilla öðrum möguleikum til framfara, því frumvinnsla er eins konar blindgata sem leiðir ekki til framhalds í atvinnusköpun.“ „Fólk fer að sækja lífsgæði út á landsbyggðina og spara sér tíma og peninga með því að búa þar. Menn sem eru klárir á sínu sviði geta unnið þar við sitt fag, með lífrænan landbúnað sér við hlið.“ Framtíðin Andri Snær Magnason rithöfundur. sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.