Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 45

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 45
 sk‡ 45 æstir ferðamannanna verða fyrir skakkaföllum enda vel útbúnir. Innlendir burðar- menn deyja hins vegar af völdum ofkæl ingar og fjallaveiki vegna lé legs klæðaburðar. Tuttugu þús- und ferðamenn heimsækja Kilimanjaro-þjóðgarðinn árlega með það markmið að komast á Uhuru-tindinn, sem er hæsti hluti fjallsins. Ég flaug til Nairobi í Kenya með örlítinn kvíða í hjarta. Ég hafði heyrt margt mis- jafnt um Nairobbery, eins og borgin er oft kölluð vegna hárrar glæpatíðni. Íslenski hóp- urinn sem ætlar að klífa fjallið er átta manna skrautlegur hópur fólks úr öllum stéttum þjóðfélagsins og á það eitt sameiginlegt að eiga gommu af peningum og löngunina að standa á toppi Kilimanjaro. Philip, starfs- maður íslensk/kenýsku ferðaskrifstofunnar Rover Expedition lóðsar okkur um Nairobi. Daginn eftir höldum við akandi af stað til Tanzaníu. Við gistum á lásí hóteli daginn fyrir fjallgönguna og stemningin í hópnum er frekar döpur. Við vöknum snemma og hámum í okkur lyfin sem við tökum gegn mögulegri malaríu og háfjallaveiki og öllum þeim kvillum sem hugsanlega gætu gert vart við sig. Eftir að við skráum okkur inn í þjóð- garðinn leggjum við af stað í gönguna. Fremstur fer innfæddur ungur maður að nafni Maided. Maided er einsog flestir aðrir burðarmenn af ættbálki Chagga, sem hefur búið við rætur Kilimanjaro-fjallsins í mörg hundruð ár. Hann heldur á kassa í hend- inni sem lokað er með snærisspotta, við horfum á snærið skerast inn í hendur hans á meðan hann gengur rólega á gatslitnum strigaskónum. Pole, pole, segir hann þegar einhver ætlar að reynir að troða sér fram fyrir hann. Við silumst áfram klukkutíma eftir klukkutíma. Gangan er örlítið upp í móti og liggur í gegnum þéttan regnskóg og við hlustum á fuglana syngja og skordýrin suða. Loftið er rakamettað og þrátt fyrir að hitinn sé ekki mjög mikill svitnum við undan bakpokunum. Hvert okkar gengur með lítinn dagspoka sem hefur að geyma vatn og nesti fyrir daginn, myndavélar og snyrtivörur. Ég spjalla við Maided á leiðinni. „Ég hef verið burðarmaður í tvö ár og eftir eitt ár kemst ég vonandi að sem aðstoðarfar- arstjóri,“ segir hann mér, en þær reglur gilda um fararstjóra að þeir verða að hafa unnið sem burðarmenn að lágmarki í þrjú ár til að geta orðið aðstoðarfararstjórar. Eftir að hafa verið aðstoðarfararstjóri í tvö ár er möguleiki á að verða fararstjóri. Maided framfleytir fjölskyldunni sinni á burðarmannslaunum sem eru um 4.800 krónur á mánuði ef vel gengur. Maided á tvö börn, eina eiginkonu og þar að auki sér hann fyrir öldruðum for- eldrum konu sinnar og veikum föður sínum. Öll fjölskyldan lifir á hans tekjum og þær eru drýgðar með því að rækta grænmeti á lítilli landareign fjölskyldunnar. Skólaganga barnanna er ókeypis en foreldrar þurfa að kaupa skólabúninga og bækur. „Ég var mjög heppin að fá þetta starf,“ segir hann mér en það fékk hann vegna kunningsskapar við leiðsögumanninn okkar, hann Róbert. „Það er enga vinnu að hafa hér um slóðir,“ segir hann mér. „Kilimanjaro er okkar eina tekjulind.“ Eftir fimm tíma göngu komum við í Mandara-búðirnar sem liggja í fallegu skógar- rjóðri og aðstaðan er til mikillar fyrirmyndar. Við borðum úti á veröndinni, jarðhnetur og te í forrétt og grænmetiskássu með spagettí í aðalrétt. Við erum komin upp í 2.700 metra hæð og finnum enn ekkert fyrir henni, jafnvel þó að súrefnið í loftinu sé nú þegar farið að minnka. Kolombus-aparnir öskra í trjánum fyrir ofan okkur, fuglarnir syngja og krákur garga. Stemningin í hópnum er orðin mun betri. Við sofum við opnar dyr og ég á erfitt með að festa svefn, hlustandi á alls kyns skrítin hljóð sem berast inn til okkar úr myrkrinu. Við erum vakin snemma næsta dag með sjóðheitu tei. Við borðum ristað brauð með hnetusmjöri og leggjum fljótlega af stað. Burðarmennirnir okkar ganga með sín 15 kíló á höfðinu, við setjum litla dags- pokann okkar á bakið. Kaffidrykkja er stranglega bönnuð á Kilimanjaro Við komum í aðrar búðir okkar, Horombo, sem liggja í 3.720 metra hæð, alveg mátulega í eftirmiðdagskaffið. Eða réttara sagt teið því Róbert, afríski leiðsögumaðurinn okkar, vill ekki að við drekkum kaffi og segir að við fáum bæði hjartslátt og höfuðverk af kaffi Snjórinn og kuldinn á Kilimanjaro Fjallganga Texti og myndir: Sesselja Bjarnadóttir F Bláar varir, höfuðverkur, flökurleiki og sárir fætur, svo fátt eitt sé nefnt, eru fylgifiskar fjallgöngu á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro, sem liggur í norðausturhluta Tanzaníu. Kilimanjaro er 5.895 metra hátt fjall og ekki tæknilega erfitt að klífa. Hins vegar er hluti fjallgöngunnar í svo mikilli hæð að súrefni í andrúmsloftinu er næstum helmingi minna en á láglendi, sem veldur óþægindum og vanlíðan. Á fjallinu er allra veðra von, frostið getur orðið 25 stig og oft blæs hressilega og snjóar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.