Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 20
„Já, Íslendingar eru fordómafullir og for-
dómar þeirra byggjast eins og allir for-
dómar á því að dæma fólk áður en þeir
kynnast því. Fordómarnir eru meira
áberandi hjá ungu og miðaldra fólki
en minnstir hjá þeim elstu. Það stafar
kannski af því að margir útlendingar
starfa á elliheimilum og þar sem gamla
fólkið hefur bein kynni af útlending-
unum dæmir það þau ekki. Ung börn í
dag eru alin upp í fjölmenningarsamfé-
lagi, sem vonandi forðar þeim frá því að
verða fordómafull þegar þau eldast.“
Lennart segist hvorki verða var við
fordóma gagnvart heimalandi sínu, Sví-
þjóð, né gagnvart litarhætti eða trúar-
brögðum:
„Hins vegar koma Íslendingar öðru-
vísi fram við útlendinga en landa sína,
en það er þó ekki alltaf á neikvæðan
hátt. Stundum vilja þeir taka útlending-
ana undir sinn verndarvæng og hjálpa
þeim, jafnvel þótt hinn útlendi sé mjög
sjálfstæður og fullfær um að taka ábyrgð.
Að mínu mati flokkast þetta undir
netta „fordóma“ þegar útlendingar eru
meðhöndlaðir eins og smábörn!“
Lennart segist ekki vita hvort for-
dómar séu ríkjandi hér vegna sambands
svartra og hvítra en gagnvart trúar-
brögðum segist hann verða var við for-
dóma gagnvart múslimum: „Fordómar
eru hins vegar útbreiddir um allan hinn
vestræna heim og því ekki á neinn hátt
séríslenskt fyrirbrigði. Fordómar eru
jafnalgengir hér og annars staðar, þeir
eru hvorki meiri né minni.“
Eru fordómar í þínu heimalandi
gagnvart einhverju?
„Já, gagnvart Aröbum og fólki frá
Austur-Evrópu.“
Finnst þér sérkennilegt að hér
ríki fordómar í ljósi þess að
Ísland er orðið fjölmenningarlegt
samfélag?
„Nei það er ekkert sérkennilegt því
Ísland hefur ekki lengi verið fjölmenn-
ingarlegt né heldur búið hér lengi fólk
af öðrum litarhætti en hvítum. Það má
alltaf búast við ákveðinni tregðu þegar
sú veröld sem fólk þekkir breytist.“
Hvernig er best að útrýma
fordómum?
„Með samskiptum og tjáskiptum, en
umfram allt með því að ferðast um
heiminn og kynnast honum.“
Við þurfum að kyngja stolti okkar. Og hvers vegna
gerum við það? Jú, einfaldlega vegna þess að við
viljum verða samþykkt af þjóðfélaginu og höldum í
vonina um að einn dag munum við fá það starf sem
við eigum skilið. Eftir að hafa upplifað fordóma hef
ég þurft að horfast í augu við það að sjálf get ég verið
fordómafull í garð Íslendinga, en ég reyni að ýta þeim
frá mér því með því að dæma aðra geri ég sjálfa mig
síst að betri manneskju.“
Það er þó ekki mat Claudette að Íslendingar séu
fordómafyllri en aðrar þjóðir:
„Þið eruð hvorki meira né minna fordómafull en
aðrar þjóðir en þegar upp er staðið snýst þetta um
stjórnmál. Spurningin er: „Ef Ísland vill opna landið
fyrir útlendingum, hvers vegna þá að fara í mann-
greinarálit?“ Mér finnst þið til dæmis sýna meiri
fordóma gagnvart Asíubúum en öðrum. Lofið þeim
að aðlagast hér, það er alltaf erfitt fyrir fullorðinn
einstakling að eignast nýtt heimaland. Lofið þeim að
sýna hvað í þeim býr áður en þið dæmið.“
Eru fordómar í þínu heimalandi gagnvart
einhverju?
„Já, þar eru miklir fordómar í garð samkynhneigðra
og fyrrum forseti Namibíu sagði opinberlega að hann
vildi ekki hafa samkynhneigða í landinu og þeim
bæri að vísa úr landi. Mér finnst merkilegt að sjá
viðhorf Íslendinga gagnvart samkynhneigðum. Ég
tárast alltaf á „Gay Pride“ daginn þegar ég sé almenn-
ing styðja þau og gera daginn þeirra hátíðlegan. - Ég
kem úr veröld þar sem móðir mín, frænkur og ég sjálf
giftumst hvítum mönnum. Við vorum stimplaðar
sem ómerkilegar konur sem ættu ekki að tilheyra
þjóðfélaginu.“
Ef þér finnst Íslendingar fordómafullir, er
það þá ekki sérkennilegt í ljósi þess að
Ísland er orðið fjölmenningarlegt samfélag?
„Jú, að mörgu leyti finnst mér það en í ljósi þess
hversu lítið landið er ættuð þið að hafa betri tök á
að útrýma fordómum. Evrópa er fjölmenningarlegt
samfélag og ég held að hluti Íslendinga vilji að Ísland
verði þannig líka, en meirihlutinn er á móti því.“
Hvernig telur þú best að útrýma fordómum?
„Þeir sem flytja hingað verða að læra íslensku og
leggja sig fram um að taka þátt í íslenska samfélaginu.
Þeir mega ekki reiðast eða leggjast í sjálfsvorkunn ef
hlutirnir ganga ekki upp strax heldur sýna hvað í
þeim býr og öðlast þannig virðingu. Við sem kjósum
að flytja hingað viljum hefja nýtt líf og óskum þess
eins að Íslendingar taki okkur eins og við erum og
hjálpi okkur við að verða hluti af Íslandi. Um þetta
bið ég persónulega á hverjum degi.“
Þegar veröldin breytist
Lennart Edenfjord er frá Svíþjóð og hefur búið á Íslandi
í tvö ár. Hann starfar sem næturvörður á hóteli.
20 sk‡
Fordómar