Ský - 01.01.2006, Qupperneq 40

Ský - 01.01.2006, Qupperneq 40
 40 sk‡ Stutt og laggott sögurnar eru óplægður akur. Við vitum að Tolkien sótti hugmyndir að Hringadróttins- sögu í Íslendingasögurnar, svo tekið sé dæmi, og er það mál fróðra manna að við Íslend- ingar sitjum á vannýttum fjársjóði sagna og ævintýra sem ekki hefur verið nýttur sem skyldi. Stofnað hefur verið hlutafélag utan um verkefnið með fjárfestum og búið er að setja saman sterka stjórn lykilfólks úr atvinnulífinu. Þetta er gríðarlega stórt verkefni og við ráðum ekki við að gera myndina hér á landi og verður hún að öllum líkindum framleidd erlendis með íslenskri aðild. Helst vildi ég láta gera myndina í Hollywood, þar er þekk- ingin mest á gerð teiknimynda og tæknin komin lengst á veg, en hvar við gerum hana kemur síðar í ljós. Við höfum notið dyggi- legs stuðnings fjárlaganefndar Alþingis síð- astliðin þrjú ár ásamt iðnaðarráðuneytinu og Kvikmyndamiðstöð Íslands, en meira þarf til. Þetta er rándýrt og tímafrekt verkefni, sem ég þó efast ekki um að eigi eftir að skila okkur miklu á margan hátt, nái myndin góðri dreifingu.“ Sviðahausar Að lokum er Eyþór beðinn að segja frá ein- hverju skemmtilegu sem gerðist við tökur á Hostel: „Það er margt sem var skemmtilegt í huga nýgræðings í kvikmyndaleik, en það sem stendur mér efst í huga var uppátæki, sem ég tók upp hjá sjálfum mér. Eins og ég sagði áður þá fékk ég að fara heim meðan á tökum stóð og í eitt skiptið datt mér í hug að bjóða öllu liðinu til matarveislu og hafði með að heiman íslenskan þorramat, fékk til liðs við mig Þóri Gunnarsson, en hann á og rekur vinsælan veitingastað í miðborg Prag, sem heitir Restaurant Reykjavík. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld svo ekki sé meira sagt. Forrétturinn var eðlilegur og flottur, grafinn lax, reyktur lax og smásíld og allir voru ánægðir. Það breyttist heldur betur þegar þjónarnir komu allir sem einn með diska sem eingöngu var sviðahaus á. Það lá við að veislan leystist upp, fólk stökk upp og spurði hvað þetta væri eiginlega. Ekki bætti úr skák þegar ég tók einn hausinn, húð- fletti og borðaði húðina og því næst stakk ég augað út og borðaði það fyrir framan fólkið og sagði: „Þetta sjáið þið ekki einu sinni í hryllingsmynd.“ Þegar allir höfðu jafnað sig á þessu og smakkað kom næsta sjokk. Á diski komu þunnar sneiðar af annars konar kjöti og ég sagði þeim að þarna væri um að ræða súrsaða lifur. Þau smökkuðu öll nema framleiðandinn kunni, Mike Fleiss. Þegar búið var að smakka og kyngja bitunum þá óskaði ég þeim til hamingju með að vera búin í fyrsta skipti á ævinni að borða eistu. Þá fyrst varð allt vitlaust. Síðan var borin á borð dýrindis lambasteik og allir tóku gleði sína á ný. Víst er að þeir sem voru viðstaddir borðhaldið gleyma því ekki á næstunni hvað þau borðuðu.“ Við höfum setið og spjallað á vinnustað Eyþórs að Suðurlandsbraut 48 en þangað hafa hann og samstarfsfólk hans nýflutt starfsemi sína. Á veggjum eru plaköt með teikningum og upplýsingum um ýmis verk- efni sem hafa litið dagsins ljós og væntanleg eru frá Eyþóri og félögum hans og bera vitni um frumkvæði og framkvæmdagleði. Þetta er raunveruleikinn í dagsins önn hjá Eyþóri, kvikmyndaleikurinn var skemmtileg tilbreyt- ing og góð lífsreynsla sem verður að líkindum ekki endurtekin: „Með teiknimyndaverkefni okkar er ég í raun og veru að stefna að því að standa hinum megin við kvikmyndavélina,“ bætir Eyþór við og brosir. Aðalpersónurnar í Hostel skemmta sér, talið frá vinstri: Paxton (Jay Fernandez), Oli (Eyþór Guðjónsson) og Josh (Derek Richardson). ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 31 33 4 0 2/ 20 06 Nýttu 10.000 Vildarpunkta sem 6.000 kr. ef bókað f. 10. mars NEW YORK HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug og hótel á www.icelandair.is Kvikmyndir sky ,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.