Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 64

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 64
 64 sk‡ KYNNING LÚ M E X HÁTÆKNIN STJÓRNAR HEIMILINU Helgi Kr. Eiríksson fer fyrir útrásinni hjá Lúmex. Geysileg bylting hefur orðið með tilkomu stýri- kerfanna. Nú kvikna ljós t.d. sjálfkrafa þegar inn er komið, á þeirri leið sem heimilismaður er vanur að ganga, allt með sjálfvirkri stýringu. M ikil tæknibylting hefur orðið á íslenskum heimilum síðustu fimm árin, um leið og íbúðarhúsin hafa orðið flottari og betri. Tæknibúnaður heim- ilanna verður sífellt fullkomnari og öllu er stjórnað með heildarstýrikerfi sem gerir lífið ótrúlega einfalt fyrir þá sem í húsinu búa, að sögn Helga Kr. Eiríkssonar, eiganda Lúmex í Skipholti 37. Öllu stjórnað frá einum stað ... „Framleiðendur hvers konar búnaðar, ljósa, tölva og skemmtanaiðnaðarins, eru allir að fara inn á þessar brautir. Í þeim húsum þar sem kerfin eru hvað fullkomnust erum við að setja saman heildarkerfi sem stjórna öllum búnaði hússins og hægt er að stjórna beint úr tölvunni eða með stjórnbúnaði á vegg. Þar birtast skjámyndir sem sýna hvað er að ger- ast. Þegar komið er inn er hægt að byrja á að taka öryggiskerfið af, fylgjast má með eftirlits- myndavélum bæði innan húss og utan, hita- stigi hvers herbergis er stjórnað sérstaklega og það jafnvel stillt eftir því hve heitt er úti. Svo geta menn verið með veðurstöð uppi á þaki og fylgjast að vild með hita-, vind- og rakastiginu úti.“ Þetta eru þó smámunir miðað við allt annað sem hin heildstæðu rafkerfi geta gert. Þau geta séð fólki fyrir tónlist hvar sem er í húsinu og sótt tónlistina í i-poddinn eða í spilarann. Þau stjórna loftræstingu, opna og loka gluggum, draga gluggatjöld fyrir og frá og kveikja eða slökkva á heimilistækjunum. Ekki má heldur gleyma því að stýrikerfin geta sótt myndefni í tölvuna eða eitthvað annað og sýnt það þar sem menn helst vilja vera hverju sinni. Þessi heildarstjórnkerfi eru orðin svo notendavæn að hver sem er getur nýtt sér þau og Helgi segir að unga fólkið, sem alist hefur upp við tölvurnar, eigi heldur ekki í neinum erfiðleikum með að forrita senur þegar grunnforritun er fyrir hendi. Fari eitthvað úrskeiðis er gripið til venjulegs tölvudisks sem býr yfir öllum skipunum hússins og kerfið einfaldlega endurræst með diskinum. Þess ber þó að geta að til að koma fyrir fullkomnum kerfum í húsum þarf að hanna þau um leið og húsið, ella bíða manns umfangsmiklar og kostnaðarsamar breytingar. Útrás í rafmagni ... Lúmex hefur sérhæft sig í að teikna og setja upp heildarstýrikerfi og þau eru komin víðar en menn ætla hér á landi. Fyrirtækið rekur rafteiknistofu og tæknimenn þess stjórna uppsetn- ingum. Lúmex hefur að undanförnu tekið að sér verk víða um lönd, t.d. í Danmörku, Þýska- landi, Bretlandi, Frakklandi, Spáni, Möltu, Afríku, Bandaríkjunum og í Eystrasaltslöndunum. Verkin eru teiknuð hér heima, íslenskir hátæknimenn fylgja þeim og stjórna uppsetningu erlendis en einfaldari verk eru unnin af þarlendum. Segja má að Lúmex sé eitt af íslensku útrás- arfyrirtækjunum. C M Y CM MY CY CMY K Lumex, Skipholti 37, Sími 568 8388, www.lumex.is Agave línan er hönnu› af Diego Rossi og Raffaele Tedesco AGAVE / LUCEPLAN sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.