Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 42

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 42
að vakti verðskuldaða athygli þegar það fréttist að íslenska stutt- myndin Síðasti bærinn í dalnum, sem Rúnar Rún- arsson leikstýrir, hefði fengið tilnefningu til ósk- arsverðlaunanna í flokknum leiknar stuttmyndir. Margir urðu hissa, enda nafn myndarinnar betur þekkt sem heiti leikinnar kvikmyndar, sem Óskar Gísla- son gerði árið 1950 og markaði spor í íslenskri kvikmyndasögu. Þessi frétt á þó ekki að koma mjög á óvart. Auk þess sem Síðasti bærinn í dalnum, sem nefnist á ensku The Last Farm, er marg- verðlaunuð stuttmynd á kvikmyndahátíðum þá var hún þegar komin í tíu mynda forval í sambandi við óskarsverðlaunin. Síðasti bærinn í dalnum, sem er fimmtán mínútna löng, var sýnd hér á landi á undan sýningu á kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar Næsland og sjálfsagt hafa fáir á þeim tíma búist við þeirri sigurgöngu myndar- innar sem raunin hefur orðið. Enn í námi Kvikmyndafyrirtækið Zik Zak, sem meðal annars framleiddi Nóa albínóa, Næsland og Gargandi snilld, gerði myndina og eru framleiðendur Skúli Malmquist og Þórir Sigurjónsson. Skúli sagði mikla ánægju ríkja vegna tilnefningarinnar: „Myndin hefur verið á mikilli sigurför og þegar hún var komin í hóp tíu leikinna stuttmynda sem áttu möguleika á að fá tilnefningu til ósk- arsverðlauna vorum við frekar bjartsýnir fyrir hennar hönd, það voru jú 50% líkur á að fá tilnefningu. Nú þegar hún hefur fengið tilnefninguna eru prósentulíkurnar að vísu minni á að hún fái óskarsverðlaunin, en möguleikarnir eru samt miklir og miðað við viðtökurnar sem myndin hefur fengið þá getur allt eins verið að óskarinn verði okkar.“ Rúnar Rúnarsson stundar nám við Danska kvikmyndaskólann, sem er sá virtasti á Norð- urlöndum og eru mjög fáir nemendur teknir inn, annað hvert ár. Þrír þekktir íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa lokið námi við skólann, Valdís Óskarsdóttir, Kjartan Kjart- ansson og Dagur Kári Pétursson. Skúli segir danska kvikmyndaskólann vera þann skóla sem alla langi að komast í og Síðasti bærinn í – Mikill heiður fyrir Rúnar Rúnarsson, leikstjóra myndarinnar, sem er í námi við Danska kvikmyndaskólann Jón Sigurbjörnsson leikur bóndann, sem býr í síðasta bænum í dalnum. Þegar til stendur að flytja hann og Gróu hans á elli- heimili í Reykjavík tekur hann til sinna ráða. Þ Síðasti bærinn í dalnum tilnefnd til óskarsverðlauna Síðasti bærinn í dalnum er ekki merkileg bygging í augum annarra en þeirra sem þar búa. 42 sk‡ Kvikmyndir Texti: Himar Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.