Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 57

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 57
 sk‡ 57 Stutt og laggott diskinum rétt eins og hver önnur gögn. Þær senda að sjálfsögðu líka tónlist út í hljóm- flutningstæki heimilisins, sem þýðir að þegar farið er með myndbandstækið út í geymslu er hægt að nýta ferðina og taka geisladiska- safnið með. Jafnframt veitir slík „stofutölva“ möguleikann á að endurvekja gamlan sið: að hóa saman fjölskyldu og vinum inn í stofu til að horfa á „slædsmyndir“ - því ef búið er að tengja tölvuna við sjónvarpið er leikur einn að sýna stafrænu myndirnar úr sumarfríinu á skjánum. Eltingaleikur við útsendinguna Þeir sem hins vegar eru ekki komnir svo langt að tengja heimilistölvuna við sjón- varpið hafa engu að síður úr ýmsu að velja vilji þeir tæknivæða afþreyingu heimil- isins. Ýmiskonar „flakkarar“ hafa nefnilega streymt inn á markaðinn síðustu misseri, en slík tæki eru nokkurs konar harðir diskar – misflottir – sem hægt er að nota sem milli- lið milli tölvunnar og sjónvarpsins eða hljóm- flutningstækjanna. Þannig geta þeir sem eru HÁTÆKNI HEIMILIÐ duglegir við að útvega sér tónlist og kvikmyndir í gegnum Netið fært efnið yfir á flakkarann og svo stungið í samband við sjónvarpið eða hljómflutningstækin til að njóta herlegheitanna. Þeir sem nenna ekki að standa í svoleiðis vitleysu hafa svo enn annað úrræði - móttökutæki sem tengd eru við sjónvarpið eða hljómflutningstækin og geta tekið á móti þráðlausum gagna- sendingum beint úr heimilistölvunni. Sumir hafa hins vegar – ótrúlegt en satt – engan áhuga á að tengja saman tölvuna og sjón- varpið. Þeir hafa engu að síður enn annan möguleika á að hátæknivæða þennan miðpunkt heimilisins. DVD-spilarar með hörðum diski hafa fallið hratt í verði upp á síðkastið, en slíkar græjur má nota til að taka upp sjónvarpsefni – og losna um leið við allt spólufarganið sem fylgir myndbandstækjunum. Sum þessara tækja má nota til að setja sjónvarpsútsendingu á „pásu“ – t.d. ef síminn hringir í miðjum fótboltaleik – og svo þegar símtalið er búið er hægt að setja útsendinguna af stað aftur. Græjan getur sem sagt tekið upp efni og sýnt nokkrum mínútum síðar, þótt enn sé verið að taka upp sömu útsendingu. Þetta hefur verið kallað að „elta“ útsendinguna. Flatskjár eða skjávarpi? En það er náttúrlega ekki hægt að tala svona mikið um sjónvarpsefni og sjónvarpsútsend- ingar án þess að nefna aðalgræjuna – sjálft sjónvarpið. Ef marka má fjölmiðla keyptu allir og ömmur þeirra flatskjársjónvörp fyrir síðustu jól. Flötu skjáirnir eru að sjálfsögðu hluti af ímynd hátækniheimilisins, enda eru þeir einkar nútímalegir í útliti, taka lítið pláss og geta í mörgum tilvikum sýnt verulega flotta mynd. Sérstaklega sóma þeir sér vel þegar horft er á breiðtjaldsútgáfur af DVD-myndum, en hefðbundnar sjónvarpsútsendingar skila sér ekki eins vel. Önnur lausn er svo skjávarparnir, en þeir henta best þar sem lýsing er ekki mikil, þótt sífellt séu að koma á markað ljósþolnari skjávarpar. Stemmningin er þó alltaf svolítið sér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.2006)
https://timarit.is/issue/381312

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.2006)

Aðgerðir: