Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 73

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 73
 sk‡ 73 lega ljúffengur, borinn fram ískaldur. Þarna hefur fólk á þessum slóðum fundið sniðuga leið til að gera eftirsótta vöru úr ódýrum sítrónum en hvarvetna mátti sjá sítrónutré. Hýr af ljúffengu Limoncello minntist ég frásagnar Ríkarðs Jónssonar af ferð þeirra Davíðs skálds til eyjarinnar. Samkvæmt frá- sögn hans lentu þeir félagarnir í ýmsum ævintýrum á Capri og að minnsta kosti einu sinni munaði minnstu að þeir færu sér að voða. Þá voru þeir að skoða rústir hallar, Villa Jovis, sem Ágústus keisari lét byrja að byggja en Tíberíus keisari endurbætti og breytti í keisarahöll. Frá Villa Jovis stýrði Tíberíus Rómaveldi síðustu stjórnarár sín, 27-37 e.Kr. Höllin var á vesturhluta Capri, efst uppi á Tíberíusarfjalli. Þar er hengiflug niður í sjóinn en þá leið fóru margir óvinir keisarans sáluga. Á 19. öld fóru listamenn að venja komur sínar til Capri og þegar Davíð og félagar voru þar á ferð var fyrir löngu búið að uppgötva rústir hallarinnar. Leiðin frá hóteli Davíðs upp þröngan stíg- inn, Via Tiberio, að klettahæðinni þar sem rústir Villa Jovis eru, reyndist nokkuð brött og það kostaði þá svita og þolinmæði að feta stíginn alla leið upp. Göngumenn geta auð- vitað hvílt sig og víða má fá vínsopa á krám og veitingahúsum til að væta kverkarnar. Þegar upp er komið fá göngumenn umbun erfiðisins. Útsýnið er mikið og undurfagurt yfir flóann til Napolíborgar og Vesúvíusar og ekki síður er útsýnið fagurt yfir til Sor- rentoskagans þar sem marga fallega bæi er að finna: Sorrento, Positano, Amalfi og marga fleiri. Sundið var blátt og tignarlegt og það rifjaðist upp fyrir þeim félögum að á eynni Li Galli Archipelago sunnan Sor- rentoskagans og á Capri voru heimkynni Sírenanna samkvæmt frásögn Hómers í Ódysseifskviðu, fagurra kvenna sem ginntu og heilluðu sæfarendur að klettaströndum. – Þeir félagar hvíldu sig eftir gönguna en skoðuðu síðan hallarrústirnar gaumgæfilega. Skammt frá þeim stað þar sem fyrrum voru vistarverur Tíberíusar keisara hagar svo til að nokkur tré og annar gróður ná að festa rætur á dálitlum moldarstalli áður en lóð- réttur hamraveggurinn tekur við. Nú er þarna timburslá til merkis ferðamönnum um að ekki skuli fara framar og árið 1921 var þarna svipaður umbúnaður. Ríkarður fór af einhverjum ástæðum út fyrir öryggisgirð- inguna og var næstum því hrapaður fram af brúninni. Hefðu þá sömu örlög beðið hans og þeirra sem lentu í ónáð hjá Rómarkeisara. En hann átti vini í raun sem komu honum til bjargar og allt fór vel að lokum. Þegar þeir höfðu fengið nóg af rústunum og stórfenglegu útsýninu héldu þeir aftur af stað niður í bæinn. Þótt enn væri aðeins 7. apríl og vetur konungur herjaði heima á Íslandi skein sól á Capri og hiti var í lofti. Þeir komu því við á veitingahúsi og fengu sér hvítvínstár til að hressa sig og brugðu á leik með galsa miklum sem ekki er rúm til að greina frá hér. Eftir langt stopp á kránni héldu þeir félagar af stað áleiðis heim á hótel og voru orðnir þremur klukkustundum á eftir þeim tíma sem þeir áttu að vera komnir þangað. Á leiðinni rann mikill skáldeld- móður á Davíð og hann orti reiprennandi um alla skapaða hluti. Ferðafélagar hans höfðu oft verið að skora á hann í kappyrk- ingu en Davíð yfirleitt tekið því treglega því það lá ekki sérlega vel fyrir honum. Nú var hann aftur á móti í banastuði og var „hið talandi skáld“. Þegar þeir komu á hótelið vakti eftir þeim ung fiskimannsdóttir, dökk á brún og brá. Hún hét Katarína, var fríð og fíngerð, og hafði átt góð samskipti við þá félaga frá því að þeir komu til Capri. Yfirleitt lá vel á henni og þá ærslaðist hún og hló. En í þetta sinn var hún syfjuð og pirruð á óstundvísi gestanna og hrafntinnu- augu hennar skutu gneistum. Þegar hún sá hvað vel lá á þeim félögum breyttist viðmót hennar og hún fór að brosa. Og fyrr en varði greip Davíð Katarínu og dansaði við hana tarantella á hótelganginum. Að svo búnu Horft yfir byggðina og höfnina á Capri. Sorrentoskagi til vinstri handan sundsins. Á Capri, Sorrento og víðar er urmull lítilla fyrirtækja sem búa til sítrónulíkjör- inn Limoncello og selja. Ferðasga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.