Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 60

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 60
 60 sk‡ Það fer sælutilfinning um hvern þann sem leggst í rúm með Tempur-heilsudýnu, svo ekki sé talað um ef rúmið er með stillanlegum botni þannig að létta megi á þrýstingi á neðra bak, fætur og herðar. Það er verslunin Betra bak í Faxafeni 5 sem býður þessa byltingarkenndu heilsudýnu sem hönnuð er af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Að sjálfsögðu er einnig að finna mikið úrval af viðurkenndum heilsudýnum og rúmum sem falla að mismunandi þörfum fólks sem eru svo sannarlega ólíkar. Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri hjá Betra baki, segir að tilkoma Tempur-heilsudýnanna sé mesta bylting í rúmdýnum frá því gormadýnur komu á markaðinn í byrjun 19. aldar. Tempur er í raun uppgötvun sem kom í kjölfar geimferða Bandaríkjanna og banda- ríska geimferðastofnunin, NASA, hefur veitt dýn- unni sérstaka viðurkenningu, dýnan er önnur tveggja bestu uppfinninga geimvísindastofnunarinnar sem nýta má til að bæta líðan alls mannkyns, hin er GPS- staðsetningartækið. Ástæðan er að geimfarar urðu fyrir miklum þrýstingi sem olli þeim mari og sársauka þegar geimför fóru á loft. Með tilkomu Tempur er allt slíkt úr sögunni, enda eru þrýstijöfnunareiginleikar dýnunnar einstakir og svo miklir að sjúkrahús um allan heim nota þær á skurðarborð og í rúm á langlegu- og gjörgæsludeildum. Þetta á meira að segja við um Landspítala - háskólasjúkrahús, bæði í Fossvogi og við Hringbraut, og sjúkrastofnanir um land allt. Læknar og sjúkraþjálfarar mæla með dýnunum Tempur kom á markað sem heilsudýna árið 1988. Framleiðandinn er nú fjórði stærsti rúma- framleiðandi í heimi og dýnan sú eina sem viðurkennd er af Evrópusambandinu sem lækninga- tæki. Auk þess hafa 30 þúsund læknar, sjúkraþjálfarar og kírópraktorar um allan heim mælt með Tempur. B E TR A B A K SETTU ÞIG Í STELLINGAR FYRIR BETRI SVEFN Á tæknivæddum heimilum nútímans henta stillanlegu rúmin með Tempur-heilsu- dýnunum mjög vel. En fleira fæst í Betra baki til að láta sér líða vel. Sérstaklega má nefna stillanlega rúmbotna. Gauti segir að þægilegt sé fyrir alla, ekki síst fólk sem þarf virkilega á góðri hvíld að halda, að leggjast upp í rúm með slíkum botni, hækka undir fótum og bak og upplifa einstaka slökun. Rúmbotninum er skipt í fimm svæði svo allir geta á einfaldan hátt fundið rétta stellingu. Stillingin er fram- kvæmd með loftstýrðri fjarstýringu. Við þetta bætist svo að fjarstýringin býður upp á 12 mismunandi nuddprógrömm. Um er að ræða titring sem hefur áhrif á háræðarnar og eykur blóðflæðið en hvort tveggja dregur úr bólgum og bjúg og þreytan hverfur mun fyrr. Stillanlegur botn vinsælastur Þess má geta að meirihluti rúmanna í Betra baki, sem er stærsta rúmaverslun landsins, eru með stillanlegum botnum. Tempur-dýnurnar, sem og aðrar dýnur í versluninni, fást í öllum breiddum. Gauti segir að eldri borgarar velji gjarnan eins metra breiðar dýnur eða allt upp í 120 cm en vinsælastar eru 2x90 sentimetra dýnur. Unga fólkið fær sér gjarnan 150 cm breiðar stillanlegar dýnur, enda þyki mörgum þægilegt að sitja saman í rúminu, horfa á sjón- varp og hafa það notalegt. Gauti Reynisson lætur fara vel um sig í stillanlegu rúmi. sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.