Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 70

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 70
 70 sk‡ KYNNING Netsími með hefðbundið símanúmer Næsta skref í tækniheiminum á Íslandi eru netsímar. Fyrir skömmu samþykkti Póst- og fjarskiptastofnun að flytja mætti hefðbundin símanúmer í slíka þjónustu, en jafnframt verður boðið upp á flökkuþjónustu með sérstakri símanúmerseríu. Símnotandinn verður þá með box sem aðeins þarf að stinga í samband við netið og þá er hægt að hringja með mun minni kostnaði. Þessi nýjung mun nýtast sérstaklega vel minni fyrirtækjum sem ekki hafa burði til að fjárfesta í og reka flókin símkerfi. Linksys keypti nýlega danska fyrirtækið KiSS sem framleiðir og þróar margmiðlunarspilara sem eru nettengjanlegir. Með því að nettengja spilarana opnast heill heimur möguleika. Meðal annars að panta kvikmyndir yfir netið, fá ítarlegar upplýsingar um sjónvarpsdagskrána í öllum heiminum og aðra þjónustu eins og vefútvarp, veðurfréttir og verðbréfaupplýsingar. Hægt er að tengjast spilaranum sínum hvaðan sem er yfir netið og setja í gang upptöku heima í stofu. Einnig er hægt að láta spilarann taka upp ákveðna þáttaröð sjálfkrafa. Snúrutengd heimili heyra senn fortíðinni til. Framtíðarheimilið, sem er reyndar orðið nútímaheimili, er búið tækjum sem flest hver eru þráðlaus og heimilisfólkið getur stjórnað þeim eða náð sambandi við þau í gegnum far- tölvuna hvar sem það er statt í húsinu. Opin kerfi bjóða viðskipta- vinum sínum þráðlausar lausnir frá Linksys sem gera lífið að leik. Það er einfaldast að lýsa þráð- lausa nútímaheimilinu með dæmi um hjón sem eiga hvort sína far- tölvuna. Þau geyma öll gögnin sín á þráðlausum hörðum diski og hafa aðgang að honum yfir þráðlaust net. HP prentarinn á heimilinu er einnig þráðlaus, sem gerir þeim þá kleift að vera með einn mið- lægan prentara sem heimilisfólkið hefur aðgang að. Öryggismyndavélin frá Linksys vaktar heimilið svo eigandinn getur fylgst með því hvaðan sem er yfir netið. Í henni er einnig hreyfiskynjari og myndavélin getur sent skilaboð með myndskeiði í tölvupóst og eða með SMS skilaboðum í síma. Ekki má gleyma börnunum sem geta verið með þráðlaust netkort við leikjatölvuna til að tengja hana við netið eða aðra spilara. Einnig eru komnir á markað þráðlausir Skype-símar frá Linksys svo ekki þarf að sitja við tölvuna þegar talað er við vinina yfir Skype. Öllu stýrt úr lófatölvunni Þróunin er ör og brátt verða allir komnir með lófa- tölvu sem stýrir þessum margbrotna búnaði. Með henni getur fólk meðal annars sótt og hlustað á tón- list, kallað fram myndbönd og ljósmyndir úr heim- ilistölvunni. Einnig getur maður tengst netinu og þannig sótt og sent tölvupóst á einfaldan hátt. Opin kerfi ehf. eru sölu-, dreifingar- og þjón- ustuaðilar fyrir HP á Íslandi. Í HP fartölvum eru þráðlaus netkort orðin staðalbúnaður, en í borð- tölvum er hægt að fá þau sem aukabúnað. Þannig ganga tölvurnar beint inn í þráðlausa umhverfið. O P IN K E R FI ÞRÁÐLAUST HÁTÆKNIHEIMILI Áður en langt um líður munum við stjórna flestu ef ekki öllu á heimilinu með þráð- lausum boðum í gegnum tölvu eða síma. HP Búðin Reykjavík sími: 568 5400 Offi ce1 Um allt land sími: 550 4100 BT Um allt land sími: 550 4444 Tölvuþjónustan Akranes sími: 575 9200 Samhæfni Reykjanesbær sími: 421 7755 Stefna Akureyri sími: 464 2288 Bókaverslun Þ. S. Húsavík sími: 464 1234 NetX Egilsstaðir sími: 471 2011 TRS Selfoss sími: 480 3300 A llu r b ún að ur e r m eð á rs á by rg ð til fy rir tæ kj a og 2 ja á ra n ey te nd aá by rg ð, n em a að a nn að s é te ki ð fra m . Linksys fæst hjá eftirfarandi söluaðilum: WGA54G Wireless-G Leikjatölvunetkort • Hiklausir maður-á-mann eða Internet leikir á allt að 54Mbps, án víra • Breytir nettengdum víruðum leikjatölvum yfi r í þráðlaust Wireless-G (draft 802.11g) • Virkar án rekla með Playstation®2, XboxTM og GameCubeTM • Tengist einnig við Wireless-B (802.11b) nettengingar á 11Mbps WVC54G Wireless-G Internet myndavél • Sendir beint hágæða hljóð/myndstreymi á þráðlausu neti yfi r 802.11g - hægt að horfa hvaðan sem er • Innbyggður sjálfstæður vefmiðlari, engin tölva nauðsynleg • Öryggishamur sendir viðvörun sjálfkrafa í tölvupósti með myndbandsbrotum ef hreyfi skynjari skynjar hreyfi ngu • Styður allt að fjóra fjarnotendur í einu CIT200 Þráðlaust Internet símtæki • Þú þarft ekki að sitja við tölvuna til að tala við vini þína með SkypeTM • USB tengd grunnstöð tengist við tölvuna þína og færir Skype-tengiliðina þína á skjá símtækisins - einfaldlega velur og talar • Símtækið inniheldur upplýstan skjá með númerabirti, hátalara, símtal bíður og kallkerfi til annara (auka) símtækja WRT54GX Wireless-G breiðbandsbeinir með SRX • Beinir, 4-porta leiðagreinir og innbyggður Wireless-G (802.11g) aðgangspunktur með auknum hraða og meiri drægni • Deilir einni Internet tengingu og öðrum nettengdum jaðarbúnaði, Wireless-G, -B, og öðrum SRX búnaði • Ný SRX tækni: Því lengra í burtu, því meiri kostur allt að 8 sinnum hraðari en venjuleg Wireless-G (802.11g) • SRX eykur einnig þráðlausa sviðið allt að þrefalt og dregur úr dauðum blettum á sviðinu sem það nær yfi r NSLU2 Nettengi fyrir USB 2.0 harða diska • Tengir USB 1.1 eða 2.0 harðadiska og minniskubba beint við netkerfi ð þitt • Deildu tónlist, myndböndum eða gagnaskrám með aðgangsstýringu eftir notandanafni eða hóp • Innbyggð hjálparforrit fyrir harða diska og innbyggður skráarmiðlari WPS54GU2 Wireless-G prentþjónn • Deildu prentara með öllum á netkerfi nu þínu - vinnur með fl estum USB 1.1 eða 2.0 prenturum • Tengir prentarann þinn beint við nettenginguna með 10/100 snúru eða 54Mbps Wireless-G (802.11g) • Kemur í veg fyrir að prentskipanir annarra stífl i tölvuna þína www.fartolvur.is kr. 14.900 kr. 9.990 kr. 13.990 kr. 19.900 kr. 8.990 kr. 12.990 Þráðlausar lausnir fyrir heimilið Linksys.indd 1 20.2.2006 12:44:07 Framtíðarheimilið er búið tækjum sem flest hver eru þráðlaus og heimilisfólkið getur stjórnað þeim eða náð sambandi við þau í gegnum fartölvuna hvar sem það er statt í húsinu. sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.