Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 50
50 sk‡
„Hér getur vaxið og dafnað
flóra af fyrirtækjum og
stofnunum í hátækniiðnaði,
ráðgjöf, rannsóknum og
þjónustu. Ég er viss um að
það er framtíðin fyrir Ísland.“
SIGRÍÐUR VALA HALLDÓRSDÓTTIR
Sigríður Vala Halldórsdóttir, verkfræðinemi og formaður Félags véla- og
iðnaðarverkfræðinema, segir að það hljóti að vera markmið að spara,
hagræða og nýta allt betur en nú er gert. Það er verkefni framtíðarinnar
að takast á við að minnka úrgang, draga úr orku- og eiturefnanotkun og
hún álítur að fyrirtækjum verði settar þrengri skorður um losun úrgangs
því ekki sé hægt að bjóða náttúrunni upp á meira af slíku.
Sigríður Vala trúir því að hér geti vaxið og dafnað flóra af fyrir-
tækjum og stofnunum í hátækniiðnaði, ráðgjöf, rannsóknum og þjón-
ustu. Hún er viss um að þetta sé framtíðin fyrir Ísland því þess háttar
rekstur skapi verðugan starfsvettvang fyrir vel menntað fólk, gefi góð
laun og tryggi að mannauðurinn flytjist ekki úr landi.
En til þess að þessi þróun fá byr undir báða vængi verða réttu rek-
starskilyrðin að vera fyrir hendi, mörg fyrirtæki af fyrrnefndu tagi hafa
risið á síðasta áratugnum og komist vel af hingað til. Ísland hefur mikla
sérstöðu á mörgum sviðum og hér ætti að vera auðvelt að koma á góðri
tengingu milli háskóla, stofnana og fyrirtækja til að treysta atvinnulífið
og skipa okkur þannig í fremstu röð í alþjóðasamkeppni.
ANDRI SNÆR MAGNASON
Andri Snær Magnason rithöfundur var að ljúka skrifum bókar um
framtíð Íslands. Bókin er skrifuð sem hugmyndabók um fortíð og
framtíð og kemur út um miðjan febrúar. Andri segist vita að menn
verði svolítið hræddir þegar þeir verði búnir að lesa hana, en hann
vinni í voninni og skrifi um nýjar hugmyndir til úrbóta.
Honum líst ekkert á markmið þjóðarinnar í orkumálum og
gerir grín að þeirri „háleitu hugsjón“ sumra ráðamanna að bjarga
heiminum með orku- og álframleiðslu okkar. Í hnattrænum skiln-
ingi skipti framleiðsla okkar heldur engu máli því hún verði aldrei
annað en dropi í hafið.
Andri heldur að við séum á örlagapunkti í stóriðjumálunum.
Einu stóru markmiðin sem við sjáum eru stóriðjuvæðing, en þeir
sem horfa til framtíðarinnar verði að velta alvarlega fyrir sér áhrif-
unum á samfélagið og andrúmsloftið. Áhrifin verða stórvægileg og
munu hafa áhrif á sjálfsímyndina og ímynd okkar út á við.
Andri heldur því fram að framtíðin feli í sér óteljandi möguleika
ef við viljum breyta. Hann vill að við stígum eins létt til jarðar og
við getum, göngum á undan með góðu fordæmi og séum leiðandi í
að nýta betur þann auð sem við eigum.
Andri segir eina af ástæðunum fyrir því hvernig stóriðja hefur
þanist út á Íslandi að fólkið í sveitum landsins sé valdalaust. Bændur
eru háðir stjórnvöldum, sveitirnar eru skilgreindar eftir framleiðsl-
ugetu, strúktúrinn læstur og íbúunum haldið föngnum í stað þess
að þeir fái að vera frjálsir og stoltir. Hann telur að við ættum að
einbeita okkur að framleiðslu á einstökum náttúruafurðum okkar,
Framtíðin
Sigríður Vala Halldórsdóttir verkfræðinemi.
Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar.