Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 59

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 59
 sk‡ 59 Ketill fær SMS En það er að sjálfsögðu ekkert heimilið án hefðbundnu heimilis- verkanna – það þarf jú að þrífa húsið, halda matvörum köldum og náttúrlega elda. Menn hafa síðustu ár gert ýmislegt til að tæknivæða ísskápa, eldavélar og slíkar græjur. Til dæmis má nefna að fyrir nokkrum mánuðum kom á markaðinn í Bretlandi ketill sem hægt er að setja af stað með SMS-skilaboðum. Engum sögum fer að vísu af því hversu mikilvægt almenningi finnst að geta átt í slíkum samskiptum við teketilinn sinn. Víða erlendis þar sem netverslun með ýmsar smærri vörur er algengari en hér á landi hafa ísskápar verið útbúnir tækni sem gerir þeim kleift að halda skrá yfir þá hluti sem eru geymdir þar hverju sinni. Þeir geta þá fylgst með þegar vörur klárast eða fara yfir síð- asta söludag og pantað hlutinn sjálfkrafa aftur í gegnum Netið. Slík þjónusta hefur þó ekki náð neinum sérstökum vinsældum enn sem komið er, enda veigra sér án efa margir við því að láta ísskápinn sjá um matarinnkaupin. Ýmiss konar hátækni önnur – örlítið praktískari – fylgir nýjustu og flottustu ísskápunum og til að mynda eru komnir á markaðinn ísskápar með áföstum flat- skjá, sem er hentug lausn fyrir þá sem vilja geta horft á sjónvarp í eldhúsinu. Ýmis ný tækni fyrir eldavélar er einnig í boði. Til að mynda eru svokallaðar span-hellur þeim eiginleikum gæddar að hita potta og pönnur en hitna aldrei sjálfar, sem þýðir að ekki er hægt að brenna sig á hellunum. Þær skynja jafnframt ef sýður upp úr pottum og slökkva þá á sér. Það styttist svo væntanlega í að fólk geti talað með nostalgíu í röddinni um þá daga „þegar maður þurfti að ryksuga sjálfur.“ Fyrir nokkru kom á markaðinn í Bandaríkjunum ryksuga sem rúntar sjálf um heimilið og þrífur gólfin – algerlega án hjálpar frá eigendum sínum. Sérstök rattækni hjálpar henni að fara yfir allt gólfið en ekki hjakka stöðugt á sama blettinum, auk þess sem hún sér sjálf um að stinga sér í hleðslu þegar raf- magnið minnkar á rafhlöðunum.. Fyrstu útgáfur ryksug- unnar - sem kallast „Roomba“ - þóttu reyndar nokkuð mistækar og gjarnar á að detta niður stiga, en það ætti að standa til bóta með bættari tækni og væntanlega líður ekki á löngu þar til hvert heimili verður komið með eina slíka. Nýjasta útgáfan kallast Scooba og lætur sér ekki nægja að ryksuga, heldur skúrar hún líka. Það er einungis tímaspursmál hvenær þetta nær hingað til lands og gætu næstu jól auðveldlega orðið „Roomba-jólin“ á Íslandi með sniðugri markaðssetningu. Ekki spurning um að geta, heldur þurfa Tækninýjungarnar streyma sem sagt jafnt og þétt inn á markaðinn og þeir sem hafa gaman af því að vera alltaf með það nýjasta og flottasta geta glaðst yfir því að þeirra kapphlaup tekur aldrei enda. Það lærist þó væntanlega fljótt að þótt eitthvað búi yfir nýjustu tækni er ekki þar með sagt að það sé mikilvæg viðbót við heimilið. Rétt eins og með eldhústölvuna frá 1965 þarf að spyrja sig að því áður en ráðist er í innkaup á hátæknibúnaði fyrir heimilið hvort nytsemin sé nægilega mikil til að réttlæta fjárút- látin. Rétt eins og flestir svöruðu spurningunni „Þarf ég 75 kg hlunk í eldhúsið til þess eins að vista uppskriftir?“ neitandi árið 1965 má búast við að ansi margir gefi sama svar nú 40 árum síðar þegar spurt er hvort þá langi til að standa í SMS-samskiptum við teketilinn sinn. ReadyWhenUR-ketillinn fer í gang þegar eigand- inn sendir honum SMS. Verst að hann getur ekki fyllt sig af vatni sjálfur. Hátækni sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.