Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 36

Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 36
 36 sk‡ mönnum sem komu til greina sem handknattleiksmaður heimsins fyrir árið 2003. Hinir níu sem voru í kjörinu eru engir smákarlar, eða Ivano Balic (Króatíu), Alberto Entrerrios Rodriguez (Spáni), Peter Gentzel (Svíþjóð), Eril Gull (Argentínu), Laszló Nagy (Ungverja- landi), Patrick Cazal (Frakklandi), Christian Schwarzer (Þýskalandi), Bruno Souza (Brasilíu) og Hussein Zaky (Egyptalandi). Ólafur hóf að leika með íslenska landsliðinu árið 1992 og hefur leikið alls 226 landsleiki en á nokkuð í landsleikjamet Guðmundar Hrafnkelssonar, sem er 406 leikir. Hann er markahæstur leikmanna fyrr og síðar með 1095 mörk, eða að meðaltali 4,84 mörk í leik. Flest mörk í einum landsleik hefur Óskar gert, 13, en í 12 landsleikjum hefur hann ekki skorað mark. Markametinu náði hann í síðasta lands- leik Íslands gegn Noregi á EM í Sviss. JÓN ARNÓR STEFÁNSSON: (f. 21. september, 1982) Gæti orðið meistari í þremur löndum Jón Arnór hóf að æfa körfubolta með KR og lék með því félagi allt þar til hann hélt utan til Þýskalands að leika með Trier. Hann var valinn leikmaður úrvalsdeildarinnar í körfubolta og nýliði ársins í úrvalsdeild leiktímabilið 2001-2002. Árið 1998 var Jón Arnór, þá aðeins 16 ára, valinn besti leikmaður Scania-cup í Svíþjóð, en KR sigraði það ár í flokki 16 ára. Hann átti sinn síðasta leik fyrir KR gegn Tindastóli í Síkinu á Sauðárkróki 3. mars 2002, í leik sem KR vann naumlega 72 - 75, og átti Jón Arnór um þriðjung stiga liðs síns, eða 24 stig. Fyrir leiktímabilið 2003-2004 hélt hann til Bandaríkj- anna þar sem hann hafði gert samning við NBA-liðið Dallas Maver- icks. Jón Arnór lék reyndar ekkert í NBA-deildinni þann vetur en var samningsbundinn Dallas Mavericks tímabilið 2003-2004. Þegar Jón Arnór fór til Dallas eignuðust Íslendingar þar með leikmann í NBA á ný en Pétur Guðmundsson lék þar með Portland Trailblazers, LA Lakers og San Antonio Spurs á árunum 1981 til 1989, áður en hann kom til leiks með Tindastóli á árunum 1990-1992. Eftir því sem næst verður komist var Jón Arnór fjórði Norðurlandabúinn til að leika í NBA-deildinni. Auk Péturs Guðmundssonar hafa leikið þar Norðmaðurinn Torgeir Bry sem lék þrjá leiki fyrir LA Clippers og Finninn Hanno Mättölä sem lék um skeið með Atlanta Hawks. Jón Arnór hafði þar með í einu stökki farið úr íslensku úrvalsdeild- inni og upp í bestu deild í heimi með viðkomu í þýsku úrvalsdeild- inni. Leiktímabilið þar á undan, þ.e. 2002-2003, lék Jón Arnór með Trier í þýsku Bundesligunni og skoraði þar 13 stig að meðaltali auk þess að gefa 2,7 stoðsendingar og taka 2,8 fráköst í leik. Jón Arnór var þriðji í stigaskorun hjá Trier og annar í stoðsendingum, stolnum boltum (1,32 í leik) og þriggja stiga körfum. Frá Dallas hélt Jón Arnór til liðs við rússneska liðið Petersburg og varð Evrópumeistari með því. Hann var valinn í úrvalslið keppn- innar, einn Vestur-Evrópubúa, og auk þess var hann valinn til að leika Stjörnuleik FIBA. Það er frábært í ljósi þess hversu erfitt er að ná árangri sem atvinnumaður í körfubolta. Síðastliðið sumar lá svo leiðin til Ítalíu til liðs við úrvalsdeildar- liðið Carpisa Napoli, sem um miðjan febrúarmánuð var í 4. sæti deildarinnar, með 14 leiki unna og 6 tapaða, og þar munaði aðeins einum leik á Carpisa og toppliðinu Benetton. Vinni Carpisa deild- arkeppnina hefur Jón Arnór orðið meistari í þremur löndum, þ.e. Íslandi, Rússlandi og Ítalíu. Í kjöri Íþróttamanns ársins 2005 varð Jón Arnór Stefánsson fjórði með 131 stig en Eiður Smári knattspyrnumaður vann annað árið í röð. Þetta er fjórða árið í röð sem Jón Arnór er meðal tíu efstu á listanum en aðeins þrír körfuboltamenn hafa komist hærra í 50 ára sögu vals Íþróttamanns ársins, og aðeins einn, Kolbeinn Pálsson, var kjörinn Íþróttamaður ársins 1966. Jón Arnór hefur leikið 33 A-landsleiki fyrir Ísland, en þann fyrsta lék hann árið 2000. íþróttasystkin Jón Arnór sýnir tilþrif undir körfunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.