Ský - 01.01.2006, Blaðsíða 58
58 sk‡
stök þegar notaðir eru skjávarpar til að horfa
á sjónvarp. Góðar kvikmyndir og boltinn
í beinni henta sérstaklega vel, en einhvern
veginn er það svolítið yfirþyrmandi að láta
Elínu Hirst fylla út hálfan stofuvegginn við
fréttalesturinn.
En það er heldur engin almennileg mynd
án góðs hljóðs. Hljómflutningstækin á
hátækniheimilinu eru að sjálfsögðu heima-
bíó, en reyndar engin bónusheimabíó. Þró-
uðustu heimabíóin geta skynjað rými her-
bergisins og stillt hljóminn eftir því. Þau eru
jafnframt með innbyggðan harðan disk til
að vista á tónlist eða kvikmyndir og hægt að
koma því þannig fyrir að þau séu tengd öðru
hátalarasetti annars staðar í húsinu – og hægt
að hlusta þar á tónlist í gegnum heimabíóið
jafnvel þótt aðrir fjölskyldumeðlimir séu að
horfa (og hlusta) á kvikmynd í sjónvarpinu.
Myndsíminn á næsta leyti
Það er reyndar margt annað sem tilheyrir
hátækniheimilinu en þessi hefðbundni tölvu-
búnaður og svo sjónvarp og hljómtæki.
Símar hafa til dæmis tekið undir sig stökk
síðustu misserin eftir nokkur tíðindalítil ár
þar á undan. Heimilissímar með SMS-mögu-
leikum eru tæpast nauðsynlegir, en mörgum
þykir engu að síður gott að geta SMS-vætt
heimilissímann. Sú bylting sem er þó hvað
mest yfirvofandi í símamálum er netvæð-
ingin. Nú eru t.d. komin sérstök Skype-símtæki á markaðinn hér á landi sem virka þannig
að litlu senditæki er stungið í samband við heimilistölvuna. Senditækið er síðan í þráðlausu
sambandi við símtækið, þannig að hægt er að tala með því í gegnum Skype eins og um venju-
legan síma væri að ræða. Fyrir þá sem ekki þekkja Skype er það lítið tölvuforrit sem gerir
fólki kleift að hringja ókeypis milli tölva eða þá hringja í landlínu hvar sem er í heiminum
og greiða einungis kostnað innanlandssímtala fyrir.
Víða erlendis eru fjarskiptafyrirtæki svo farin að bjóða internetsíma sem einn þriðja af
svokallaðri „triple-play“ þjónustu, sem gengur út á að veita almenningi netaðgang, sjónvarp
og síma í gegnum háhraða-nettengingar. Oft fylgir með í þeim kaupum myndsímaþjónusta,
þannig að þeir sem spjalla saman geta horft á viðmælendur sína á skjá símtækjanna. Ekki er
vitað hvenær slík þjónusta verður í boði hér á landi, en það ætti þó að gerast innan nokkurra
ára. Það er nú sennilega fátt eins hátækniheimilislegt og sími með mynd – en það minni
þekkjum við úr hverri einustu vísindaskáldsögu tuttugustu aldarinnar.
Bein útsending frá öryggismyndavélunum
Tækninýjungum sem tengjast öryggi heimilanna fleygir jafnframt fram þessa dagana. Örygg-
isvöktun getur t.d. farið fram í gegnum nettengingu heimilisins og þannig má t.d. setja upp
vefmyndavélar sem vakta dyr eða herbergi. Þegar einhver hreyfing greinist senda myndavél-
arnar myndir inn á tölvukerfi heimilisins sem svo getur sent þær áfram – t.d. til vaktmanna
öryggisfyrirtækis. Jafnframt er hægt að gera húseiganda viðvart með hringingu eða SMS-send-
ingu í farsíma og með öflugri gagnaflutningum í gegnum farsímanet getur húseigandinn jafn-
vel tekið við hreyfimyndum úr myndavélunum beint í farsímann. Slík kerfi geta jafnframt
skynjað aðra hluti á borð við eld, vatnsrennsli eða aðra óeðlilega hluti og látið vita af þeim.
Hátækniheimilið er jafnframt þeim kostum búið að flestir hlutir sem hreyfast eru raf-
knúnir og hægt að fjarstýra þeim. Gluggatjöld eru til dæmis dregin frá og fyrir með fjarstýr-
ingu og lýsing getur bæði verið sjálfvirk – þ.e. ef skynjarar greina manneskju á ferð kvikna
ljósin en slokkna ef enginn er nærri – og fjarstýrð, þar sem íbúar geta kveikt, slökkt eða
fínstillt ljós með fjarstýringunni án þess að skríða upp úr sófanum. Þegar heimili eru orðin
svo hátæknivædd má líka nýta það í öryggisskyni – með því að láta rafbúnaðinn kveikja og
slökkva ljós og draga frá og fyrir glugga með óreglulegum hætti þótt enginn sé heima, til að
fæla frá óboðna gesti.
Hátækni
Ryksugan á fullu,
étur alla drullu ...
Roomba rúntar
um gólfin án
þess að manns-
höndin komi
nærri.