Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 92

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 92
körlum. Í útgáfu Kumla og haugfjár frá 2000 er vitnað í skýrslu Kristjáns og segir hann: Allir þessir hlutir virðast vera gagnslaust dót, sem týnt hefur verið saman af sérvisku, hjátrú eða hnýsni, og gera menn slíkt eða álíka enn þann dag í dag. Helst mætti ætla af smáhlutum þessum, að hinn heygði hafi verið kona (Kristján Eldjárn 2000, bls. 75). Smáhlutirnir sem vísað er til eru ýmsir steinar, ógreinanlegir járngripir og kuðungur. Enginn þessara gripa bendir á neinn hátt til þess að Kristján sé að draga þessa niðurstöðu út frá tengingu kvenna við heimilisstörf eða hefð- bundin kvennastörf, að því undan- skildu að einn steinninn sem fannst var „líkur örlitlum kljásteini“. Konum eru eignaðir eiginleikar sem eru óhagnýtir og öðru því sem fellur utan „venjulegrar“ hegðunar. Eðlishyggja hefur verið umdeild innan femínisma og verið notuð innan hans jafnt með og á móti jafnréttis- baráttunni. Gagnrýni femínista á eðlishyggju hefur m.a. falist í því að innan hennar séu hugtökin „karl“ og „kona“ skilgreind á mjög afmarkað hátt og þau gerð að föstum stærðum sem séu „ekki nægilega næm fyrir sögu- og menningarlegum breytingum“ (Sigríður Þorgeirsdóttir 2001, bls. 81-82). Einnig telja femínískir gagnrýnendur eðlis- hyggju að kyn og kyngervi búi ekki yfir einhverjum innri sannleika á þann hátt sem kemur fram í kenningum eðlishyggjusinna. Sigríður segir að samkvæmt Foucault sé ekki hægt að finna upphaf eða innri sannleika hugtakanna „karls“ og „konu“ - aðeins sé hægt að reyna að rekja þróunarsögu þeirra frá regluboðandi orðræðu yfirvaldsins (Sigríður Þorgeirsdóttir 2001, bls. 83-84). Kynjafræði innan fornleifafræðinnar Samtímis því að önnur bylgja femínismans gekk yfir samfélög Vesturlanda upp úr miðri síðustu öld, urðu miklar breytingar innan fornleifa- fræðinnar. Þá hélt innreið sína hin svokallaða Nýja fornleifafræði og í framhaldi af henni ferlihyggja5 sem olli straumhvörfum innan fræðigreinarinnar (Gilchrist 1999, bls. 27). Innan hennar var háleitum markmiðum um aukin vísindaleika og hlutlægni í faginu haldið á lofti en viðleitni til að draga úr karllægni í faginu var aftur á móti lítil og kenningar femínisma um kyngervi voru að vissu marki litnar hornauga af ferlihyggjusinnum (Gilchrist 1999, bls. 26). Kynjafornleifafræði Vakning á femínisma innan fornleifa- fræði er hægt að rekja aftur til loka 7. áratugarins, en fyrstu rannsóknirnar fjölluðu aðallega um pólitík og stöðu kvenna innan starfstéttarinnar, auk nokkurra greina sem vöktu athygli á hve ríkjandi karlar voru í túlkunum á fortíðinni samanborið við konur. Sem dæmi um ein af fyrstu viðbrögðum við karllægni innan fornleifafræðinnar, má nefna útgáfu greinasafnsins Woman The __________ 92 Undir mold og steinum... 4Athyglisverð umfjöllun um þetta má sjá í doktorsritgerð Sigríðar Matthíasdóttur í kaflanum „Kvenréttindabarátta, kvenhlutverk og kveneðli“ (Sigríður Matthíasdóttir 2004, bls. 230-241). 5 Hér verður stuðst við þýðinguna ferlihyggja á enska heitinu processualism og síðferlihyggju á postprocessualism. Gatherer en það var gefið út til mótvægis við ráðstefnuna Man The Hunter sem haldin í Bandaríkjunum árið 1966 (Arwill-Nordbladh 2001, bls. 44, Steinunn Kristjánsdóttir, 2006, bls. 12). Þema þessara fyrstu greina og áherslna var að auka sýnileika kvenna innan fornleifafræðinnar (Sørensen 2000, bls. 17). Það var svo ekki fyrr en undir lok 8. áratugarins og í byrjun þess 9. að gagnrýnisraddir urðu sífellt háværari á ríkjandi karllægni innan fagsins og ákall um að breyting yrði þar á kom fram. Eitt þekktasta dæmið frá þeim tíma er ráðstefna K.A.N. (Kvinner i arkeologi i Norge) í Noregi sem var haldin 1979 undir titlinum „Were they all men? An Examination of Sex Roles in Prehistoric Society’’ og hún er fyrsta ráðstefnan innan fornleifafræðinnar þar sem umræðuefnið var karllægni túlkana innan fræðigreinarinnar (Arwil- Nordbladh 2001, bls. 55). Þrátt fyrir að hugtakið kyngervi hafi verið þekkt um nokkra hríð innan fornleifafræði, þá er það sögulega séð talið hafa komið fyrst inn í fagið þegar grein Conkey og Spector „Archaeology and the study of gender“ kom út árið 1984 í bókinni Advances in Archaeological Method and Theory, 7. Sú grein er talin lykilverk í kynjafornleifafræði sökum þess að þar verður aðgreiningin á kyni og kyngervi fyrst hluti af rannsóknarefni fornleifa- fræðinga. Greinin er talin hafa markað bæði upphaf þess að kyngervi varð hluti af tungutaki fornleifafræðinnar og kynjafornleifafræði sem undirgreinar í fræðigreininni (Sørensen 2000, bls. 18). Ekki er alltaf ljóst hver mörkin eru á milli femínískar fornleifafræði annars vegar og kynjafornleifafræði hins vegar. Það er hins vegar þó nokkur munur á nálgunum þeirra. Það má rökstyðja með því að vísa til útskýringar Ians Hodders á muninum þar á milli. Hann segir að þær rannsóknir sem falli undir femíníska fornleifafræði séu með skýr pólítísk markmið um að eyða út karllægum hugsunarhætti í fornleifa- fræðinni og þá „einkum hinni vestrænu hugmynd um verkaskiptingu kynjanna sem kemur fram í líkaninu „karl: veiðimaður / kona: safnari“ (Hodder 2004, bls. 206). Kynjafornleifafræði hins vegar segir hann hafa fjallað um og þróað kenningar varðandi mótun kyngerva og hlutverkaskipan þeirra á milli og hvernig samfélagslegar breytingar hafi haft áhrif á þetta ferli (Hodder 2004, bls. 206). Markmið kynjafornleifafræðinnar er m.a. að losna undan hefðbundnum flokkunum á því sem er karlkyns og kvenkyns, þar sem hlutir og einstaklingar er skilgreindir út frá annað hvort/eða reglum. Gilchrist segir að þegar alhæft sé um kyn sem tvær andstæður, kvenkyns og karlkyns geti margir, m.a. þverkynja (e. transgender) 6 einstaklingar, fallið utan þeirrar flokkunar og þannig utan seilingar fornleifarannsóknar (Gilchrist 1997, bls. 6). Í stuttu máli er því hægt að segja __________ 93 Sandra Sif Einarsdóttir 6 Þverkynjaður einstaklingur er sá sem breytist, tímabundið eða varanlega, algjörlega eða að hluta til, úr einu kyngervi til annars (Weglian 2001, bls. 137) (Þýðing: höf.). A transgendered indi- vidual is one who changes, whether temporarily or per- manently, complete- ly or partially, from one gender category to another (Weglian 2001, bls. 137).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.