Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 110

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 110
hafi í upphafi verið andsvar þeirra fræðimanna sem aðhylltust femínisma við umræðu sem spratt fram í byrjun 8. áratugarins og leitaðist við að skilja streitu og spennu svokallaðra „nútíma karla“. Þessir fræðimenn bentu m.a. á að öll þessi skrif um „nútíma karla“ fjölluðu þó ekki á nokkurn hátt um alla þá sem undirokaðir voru af ríkjandi stöðu „nútíma karla“ (Coltrane 1994:41). Tim Carrigan, Robert Connell, og Jim Lee fundu upp nýyrðið „hegemonic masculinity“ til að skilgreina hvaða gerðir karlmennsku eða þættir hennar festa í sessi karllæg gildi og feðraveldi (1987, bls. 92). Nýyrðið hefur verið þýtt á íslensku sem viðteknar hugmyndir um karlmennsku (Ingólfur Á. Jóhannesson 2004, bls. 60). Til grundvallar kenningunni liggur að ákveðnir þættir eða áveðnar gerðir karlmennsku verði oftar en ekki að staðalímyndum valds, þeir þættir sem taldir voru upp áðan samkvæmt orðabókarskilgreiningunni; hreysti, dugnaður og hugrekki. Þó undirokaðir hópar, t.d. konur eða karlar sem uppfylla ekki kröfur staðal- ímyndarinnar, geti komist til valda er það einungis tímabundið nema að þessir hópar séu tilbúnir til að fallast á og leika samkvæmt hinum viðteknu hugmyndum um karlmennsku (Ingólfur Á. Jóhannesson 2004, bls. 60). Þrátt fyrir gagnrýnisraddir frá femínískum og prófemínískum1 fræðum lifðu „nútíma karlafræðin“ áfram góðu lífi. Þessi hópur var hins vegar ekki eins áberandi í pólitískri umræðu og umróti 9. áratugarins og hélt sig að mestu leyti utan fræðilegrar háskólaumræðu. Þessi hópur var þó ekki einsleitur og samanstóð m.a. af því sem kalla mætti hina goðsagnakenndu karlahreyfingu sem lagði líffræðilegt kyn til grundvallar öllum hugsanlegum mun sem væri á milli karla og kvenna. Bókin Iron John eftir Robert Bly lýsir megin inntaki þessarar stefnu vel þar sem segir m.a.: „Allir nútímamenn hafa, í afkimum sálarinnar, stóra og forneskjulega veru sem er þakin hári allt niður á fætur“ (2001, bls. 6, þýð. höfundar). Skrif þessa hóps um karla og karlmennsku taka oftar en ekki á sig ansi rómantíska og fjarstæðukennda mynd sem endar í einskonar sjálfshjálparbók um hvernig karlmenn eigi að fara að því að ná sambandi við hina grófu, óheftu og árásargjörnu innri karlmennsku. Victor Seidler (1989) reyndi að brúa bilið á milli þessara tveggja hópa með rannsóknum og skrifum sem blönduðu annars vegar saman kenningum í félagsfræði og hins vegar hans eigin reynsluheimi. Seidler (1989, bls. 29) reyndi m.a. að skoða á gagnrýninn hátt hvers vegna nútíma karlar virtust vera svo uppteknir af því að sanna karlmennsku sína en hann benti á að þegar öllu væri á botninn hvolft snerist sú barátta um sanna skilyrta gagnkynhneigð. Þrátt fyrir góða við- leitni Seilders litu margir af hinum prófemínísku fræðimönnum svo á að ef fjallað yrði um karla á annan hátt en til __________ 110 1Þegar karlar hófu að temja sér orðræðu femínismans og skrifa í anda hans kölluðu þeir sig og aðferðir sínar prófemínískar, því samkvæmt skilgreiningu á femínisma geta karlar aldrei verið femínistar. Í seinni tíma orðræðu hefur hugtakið prófemínistar verið notað af þeim sem ekki eru yfirlýstir femínistar en skrifa í anda stefnunnar. Að opna öskju Pandóru að benda á ráðandi stöðu þeirra myndi það duga til lítils annars en að festa í sessi valdastöðu þeirra (Coltrane 1994, bls. 55). Því mætti skilja sem svo að í árdaga þessarar orðræðu hafi litlu verið áorkað en grunnurinn var þó lagður að þeim hugmyndum að ekki sé til ein gerð karlmennsku heldur að þær séu margar og að karlmennsku megi skilgreina sem eitthvað sem aðgreini bæði konur frá körlum og karla frá öðrum körlum, hugmyndum sem einkennt hafa orðræðuna allar götur síðan. Félagsfræðingurinn Stephen M. Whitehead hefur greint þrjár bylgjur orðræðu innan karlafræðanna rétt eins og talað er um hinar þrjár bylgjur femínismans (Whitehead 2002). Bylgjur karlafræðanna eru ekki samtíða bylgjum femínismans en fylgja áherslum þeirra að einhverju leyti. Fyrsta bylgjan einkenndist af umfjöllun sem benti á og skilgreindi vandamál sem fylgdu þeim gerðum karlmennsku sem nutu forréttinda, þ.e. hinum viðteknu viðhorfum um karlmennsku (Whitehead 2002, bls. 42). Önnur bylgjan, samkvæmt skilgreiningu Whitehead, einkenndist af umfjöllun fræðimanna eins og Carrigan, Connell og Lee (1987) og seinni skrifum Connell (1995). Gagnrýnin snerist um að í orðræðunni um karlmennsku hafði sambandi viðtekinna hugmynda um karlmennsku annars vegar og valdi hins vegar ekki verið gert nægjanlega hátt undir höfði. Önnur bylgja karla- fræðanna fékkst því aðallega við að benda á ráðandi stöðu viðtekinna hugmynda um karlmennsku og hvernig hægt væri að brjóta feðraveldið á bak aftur. Það sem sameinar þessar tvær fyrstu bylgjur karlafræðanna er að þær ganga út frá því að orðræðan fjalli um tvo vel afmarkaða pólitíska hópa; karla og konur. Því má segja að þessar tvær fyrstu bylgjur karlaorðræðunnar byggi á þrástefinu um að kyngervi sé félagsleg birtingarmynd hins líffræðilega mótaða kyns (Whitehead 2002, bls. 8). Segja má að ákveðin togstreyta hafa ríkt innan seinni bylgju karlafræða um hvernig skilgreina ætti samspil líffræðilegs kyns og félagslegs kyngervis. Ekki var hægt að sjá karla og konur sem algerlega mótuð af líffræðilegum þáttum en sökum hinnar skýrt mörkuðu pólitísku afstöðu var ekki heldur hægt að afbyggja hugtökin karlar og konur frá líffræðilegum grunni þeirra, því það myndi um leið kollvarpa þeirri hugmynd að karlar væru áþreifanlegur pólitískur hópur með tiltekin völd (Whitehead 2002, bls. 8). Af þessu leiddi að sumir fræðimenn innan karlafræðanna gengu svo langt að hafna því að ræða sérstaklega um karlmennsku og kvenleika heldur aðeins um áþreifanlegar pólitískar afleiðingar þeirra (Clatterbaugh 1998; Stoltenberg 2000). Segja má að einmitt þetta atriði skilji á milli annarrar bylgju karlafræðanna og hinnar þriðju (Whitehead 2002, bls. 100). Hin þriðja bylgja karlafræða, sem segja má að enn sé ríkjandi, einkennist af sterkum áhrifum frá póst- strúktúralisma og póstmódernisma. __________ 111 Sindri Ellertsson Csillag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.