Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 120

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 120
eiginleika sem allir karlar bjuggu yfir (McCormack 2005, bls. 133). Mikilvægasti mótunarþáttur mis- munandi gerða karlmennsku á 18. öld var þó stéttamunur (Cohen 1999, bls. 50 -51). Þó birtingarmyndir stéttartengdrar karlmennsku hafi verið ýmsar (Tosh 1999, bls. 221), ríktu einkum tvær í hinum breska heimi: siðfágaði heiðurs- maðurinn (Cohen 1996, bls. 42) og grófi vinnumaðurinn (Tosh 1999, bls. 219). Þessar tvær birtingarmyndir byggðu á samspili stétta og líkamlegs atgervis. Hin siðfágaða breska karl- mennska var að stórum hluta mótuð á hinum franska heiðursmanni (Cohen 1996, bls. 42-43). Hluti af þeim siðvenjum sem herma átti upp eftir Frökkum var aukið samneyti við konur sem hjálpa átti heiðursmönnunum að fínstilla sæmandi hegðun líkama og tungu (Cohen 1999, bls. 44). Þessi siðfágaða karlmennska var tekin upp af breskum aðalsmönnum sem og borgara- stéttinni, með mismunandi áherslum þó (Cohen 1996, bls. 44-47). Framamenn úr borgarastétt litu vissulega á sig sem heiðursmenn en almennt má segja að þeim hafi ekki hugnast eyðslusemi og yfirdrifnir lifnaðarhættir sem einkenndu bresku aðalsmennina. Íburður og eyðslusemi voru litin hornauga þar sem þau stjórnast ekki af rökvísi heldur af hvatvísi og voru þ.a.l. ókarlmannleg, a.m.k. í augum borgarastéttarinnar (Kent 1999, bls. 63). __________ 120 Að opna öskju Pandóru Mynd 1. Innri kynfæri kvenna úr læknahandbókum frá 16. öld (t.v.) og frá 19. öld (t.h.). Lagfært frá: Laqueur 1990, bls. 88 (mynd 30) og 166 (mynd 56). Grófu vinnumennirnir voru and- stæða heiðursmannanna. Segja má að meginmunurinn á þessum tveimur birtingarmyndum karlmennskunnar hafi legið í því að vinnumaðurinn byggði á þeim þáttum karlmennsku sem náðu lengra aftur í tímann, s.s. hugrekki, líkamlegum styrk og árásargirni (Bullough og Bullough 1993, bls. 178; Gregory 1999, bls. 119). Það sem m.a. greindi þá frá hinum siðfáguðu heiðurs- mönnum var að í augum vinnu- mannanna var almennt talið að of mikið samneyti við konur eins og hjá heiðurs- mönnunum yrði ekki til að auka á karlmennsku þeirra heldur til að veikja hana (Cohen 1999, bls. 50-51). Vinna sem byggðist á líkamlegu atgervi og styrk var talin eina tegund vinnu sem sönnum karlmönnum sæmdi og hvatt var til þess að menn legðu stund á bardagaíþróttir, einkum glímu og hnefaleika (McCormack 2005, bls. 34). Líffræðilegur munur karla og kvenna mótaði því einnig mismunandi gerðir karlmennsku á milli þeirra. Vald yfir líkamanum var karlmannlegur eiginleiki. Á meðal hefðarmannanna fólst það í valdi á tungu og hegðun en hjá vinnumönnunum var áherslan á að ná valdi yfir líkamlegum styrk. Stéttarvitund mótaði því mismunandi hugmyndir um líkamleika (sbr. Bourdieu 1987). Á 18. öld urðu einnig skarpari skil á milli einkalífs og opinbers lífs þar sem karlar urðu nær einráðir á hinu opinbera auk þess sem skarpari skil urðu á hlutverkum karla og kvenna inni á heimilunum. Vinsælt var að draga upp þá myndlíkingu að heimilið ætti að endurspegla konungsríkið þar sem alræðisvald og sjálfstæði konungsins yfir þegnum sínum var sambærilegt því valdi og sjálfstæði sem karlar áttu að hafa á heimilinu (Bullough og Bullough 1993, bls. 114-115). Matthew Johnson hefur sýnt fram á hvernig þessi aðskilnaður átti sér einnig stað innan veggja heimilisins í gegnum aukna skiptingu í opin og lokuð rými (Johnson 1993). Á heimilinu gat aðeins verið einn sjálfstæður faðir heimilisins og aðrir heimilismenn voru því háðir honum, ósjálfstæðir og ókarlmannlegir (McCormack 2005, bls. 19). Þessi hluti orðræðunnar var því ekki opinn mönnum eftir stétt heldur veittu aldur og hjúskaparstaða, þ.e. ákveðnir þættir í lífsferli viðkomandi, aðgang að honum (Bullough og Bullough 1993, bls. 113). Hið tvíkynja líkan, með áherslunni á að líkamar karla og kvenna væru andstæður, leiddi einnig til annarra breytinga. Ein af þeim var að karlmennska var mótuð á skilyrtri gagnkynhneigð. Að sama skapi var litið á samkynhneigð eða kynferðislegt samneyti tveggja karla sem brot á eðlislægri gagnkynhneigð (Hitchcock og Cohen 1999, bls. 5). Á sama tíma urðu þó til klúbbar þar sem karlmenn gátu komið saman í litlum hópum og opinberað samkynhneigð sína (Stanivukovic 2006, bls. 233-234). Þó samkynhneigð væri ókarlmannleg í skilningi viðtekinna eða ráðandi við- horfa til karlmennsku varð hún þó að einum þræði karlmennskuorðræðunnar (Connell 2002, bls. 247). __________ 121 Sindri Ellertsson Csillag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.