Saga: missirisrit - 01.06.1926, Qupperneq 36
34 SAGA
sá dálitla kippi í kringum munninn, á fanganum, þegar
hann leit spurningaraugum 'á yfirforingjann. Húan var tek-
in af fanganum og kapteinn.inn byrjaði ah lesa upp dóminn.
Við stóðum allir þögulir og órólegir, mikið órólegri, aS
mér virtist, heldur en fanginn sjálfur. Þegar formálinn
var búinn, stanzaöi kapteinninn ofurlítiö, og svo las hann
hægt þessi orð:
"Fyrir aS hafa fariS burt án leyfis og veriS fjar-
verandi frá hinum konunglega flugher í Canada í 36
daga, þá dæmist hinn seki, No. 171,638, George Fitzger-
ald, af þessum herrétti, aS úttaka hegningu í fangahúsi
flughersins í Toron.to og skal sú hegning nema 168 dög-
um án harSrar vinnu.
Dagsett 10. dag júlímánaSar 1918, í Torontoborg.’’
Eg horfSi stöSugt á fangann, og þegar dómurinn var
uppkveSinn, þá kiptist hann ofurlítiS til og varS enn
fölari í framan, en svo kom kuldaglott á varirnar og
hann leit upp, og horfSi á okkur augunum bláum og
tindrandi, eins og hann vildi segja: “Eg skammast mín
ekki eins mikiS fyrir aS úttaka þessa hegningu, eins og
eg hefSi skammast mín fyrir aS óhlýSnast mínum beztu
tilfinningum og vitja ekki móSur minnar í banalegunni.”
Gæzlumennirnir tóku hann burt, og viS snérum aftur
heim aS herbúSunum. En okkur virtist öll náttúrudýrS-
in vera horfin. Mér fundust blómin drjúpa höfSi og fella
tár yfir harSýSgi mannanna, og fuglarnir sveigja þrótt-
lausa vængina, eins og vonir þeirra væru enn óuppfyltar,
og öldurnar á vatninu virtust ygla sig, eins og þær vildu