Saga: missirisrit - 01.06.1926, Side 74
72 SAGA
færi síðar til aS láta svo gott af sér leiða. Sumir menn
aS vísu álíta, að fé til viSreisnar íslenzku hér, myndi á
glæ kastað. Svo yrði lika með sumt af því, eins og raun-
ar ávalt verður í andlegum málum. En renturnar yrðu
svo háar, sem einstöku úrvalssál gæfi í aSra hönd, að
þær margborguðu í hundraSa tali tugi þeirra þúsunda,
sem fram yrSu lagSar.
XVII.
Islendingar hafa í insta eSli veriS farmenn miklir,
frá fyrstu dögum sínum og til þeirrar stundar, er les-
arinn ljúfur breytir línum þessum í ljósmyndir hugar
síns.
Þótt þeir flestir elski land sitt heitt, eins og fjalla-
þjóSir alment gera, þá ríkir útþráin ókyrra í hugum
þeirra og hjörtum, sem langar til aS fljúga út í ókann-
aSa heima og geima. Uthafið ögrar orku þeirra og metn-
aSi, og tindarnir og hnjúkarnir sveipaSir töfrahjúpi firS-
ar og fjarska, draga sál þeirra inn á æfintýralöndin, og
út í heiminn, þar sem HornafjarSarmáninn breytist í
morgunsól og Bakkakötturinn verSur aS tígrisdýri.
En dýpst í sál Islendingsins býr heimþráin, sem leitar
yfirborSsins, þegar útþránni er fullnægt, og kallar á
hann, þótt hann búi viS yztu höf heimsálfanna. Löng-
un sú er samræmisþörfin í sál hans. Heima getur hann
aS eins fundiS sjálfan sig heima. AS minsta kosti um
Stundarsakir, í einhverri mynd, þótt hann máske sé'búinn,