Saga: missirisrit - 01.06.1926, Side 44
42
SAGA
Yéfrétt úr uppsveitum,
Leifur Biríksson og Kristófer Kólumbus kynnast.
(Gamanriss frá Sausalito, California, tileinkatS K. N.
skáldi Júlíusi, í minningu um sít5ustu samfundi og tuttugu
og fimm ára trygt5.)
Kristófer Kolumbus var á gangi ni'ður eftir helzta
stræti himnaríkis. Þag var verzlunarstræti. — Hinn
aldni landkönnunarmaSur var í óvanalega þungum þönk-
um. Marga undanfarna mánuSi hafSi honum fundist
félagslífiS í uppsveitum, meSal hinna “útvöldu” hærri
stétta, heldur dauft og viSburSalítiS. Æfintýralöngun
hans var alveg eins framhleypin, einlæg og óstýrilát,
eins og fyrir hálfri fimtu öld síSan, þegar hann fann
Ameríku. Kristófer var ráSinn í því aS flytja sig, ef
honum hepnaSist ekki aS gera einhverjar viSunandi breyt-
ingar. Þessi eilífi hórpusláttur var meS öllu óþolandi.
Kristófer var svo biblíufróSur, aS hann vissi vel, aS
eftir hinum heilögu ritningum aS dæma, þá var ekki úr
mörgu aS velja, þótt nægilegt væri landrýmiS. Flestir
kusu aS hýrast í friSi, þar sem þeim var holaS niSur.
Honum fanst hann vera aS verSa svo sálarlaus.
Því gat honum ekki dottiS neitt hnyttilegt í hug'? HafSi
honum alt af veriS aS fara aftur í öll þessi ár, sem hann
hafSi dvaliS meSal hinna “útvöldu”? ÞaS var þó svo
fyrir þakkandi, aS hann hafSi haft "ráS undir hverju
rifi”, þegar hann var aS berjast viS aS fá hina þræl-