Saga: missirisrit - 01.06.1926, Side 128
126 SAGA
móöur og systkini, aS Kári undraöist stórum aS ókunn-
ugur ma'ður skyldi hafa ánægju af aS frétta slíkt.
Spottakorn frá stöSinni staSnæmdist Mr. Thorndale,
og settust þeir Kári niSur.
“Nú fer eg ekki lengra meS þér, Kári minn, því
mínir vegir liggja ekki eftir þessari braut, þótt þeir
liggi oft yfir hana,” mælti ferðamaSurinn á íslenzkri
tungu, en Kári rak upp stór augu af undrun.
“Nei! Þú ert þá Kandi!” hrópaSi hann frá sér
numinn.
“ÞaS var eg aS minsta kosti einu sinni. En eg hefi
góSar fréttir aS færa þér — betri en loforS þaS var, sem
eg gat gefiS þér í gærkvöldi. Eg náSi peningunum þín-
um frá Jim Dalton í nótt. Eg segi þínum, og mundu
þaS, því hann var þjófur aS þeim. Enginn peningaspil-
ari, nema hann sé þjófur aS upplagi, getur haft geS í sér
aS tæla aleigu óreynds sextán ára gamals drengs út
úr honum, í eins ójöfnum leik. Þess vegna þarftu ekki
aS þakka mér peningana. Þeir eru ekki frá mér. ÞaS
eina, sem þú mátt þakka mér fyrir, er þaS aS eg náSi
þeim af óþokkanum.
Svo taldi hann tvö hundruS dali í lófa Kára, sem
grét og hló í einu af gleSi, en færSist samt undan aS
taka við peningunum, þar sem þeir væru í raun og veru
gjöf, sem hann gæti ekki þegiS.
Förunautur hans byrsti sig.
“ViSurkennirSu þá aS þaS hafi veriS rétt af Jim
Dalton aS tæla þessa peninga út úr þér?”