Saga: missirisrit - 01.06.1926, Blaðsíða 114
112 SAGA
fljótar aS bæta fyrir ofþreytuna, þegar reglubundinn. og
nægur hvíldartími fæst viS enda hvers dagsverks. Hann
sá móöur sína í anda staulast með veikum burSum til
ensku kvennanna, til aS þvo þvottinn og gólfin fyrir
þær og hreinsa hús þeirra hátt og lágt, meSan systkini
hans veltu sér í uppgjafa flíkum, sem ensku konurnar
gáfu, um leirstrætiS og leirgarSinn, sem var fyrir fram-
an og alt í kringum litla og lága timburskúrinn, sem faSir
þeirra sæli hafSi hrófaS upp yfir höfuSin á þeim, sein-
asta áriS sem hann lifSi.
1 hvert skifti, sem Kára datt heimför sín í hug,
eftir aS hann hafSi safnaS hundraS dölum i peningum,
og síga fór á seinni hluta útlegSar hans, sá hann móSur
sína faSma sig aS sér og klappa sér og kyssa fyrir pen-
ingana, sem hann færSi henni. Því hún átti aS fá þá
alla. Hann ætlaSi ekki aS eySa einu centi handa sjálfum
sér af kaupinu. AS eins örlítiS fyrir góSgæti handa
systkinum sínum, svo fögnuSurinn yrSi sem fullkomn-
astur. Hlý unaSaralda sonarkærleikans fór i gegnum sál
hans, og' snart undur ljúflega taugar hans og tilfinning-
ar, í hvert sinn sem hugsun þessi sveif honum fyrir innri
sjónir. Hann vissi hve móSir sín myndi verSa innilega
glöS, og hve ástúSlega hún. myndi þakka sér, stóra og
duglega drengnum hennar, þegar hann kæmi heim til
hennar utan úr óbygSunum meS hendur fullar fjár.
ESa þá systkinin hans! Hvort þaS yrSi nú ekki handa-
gangur í öskjunni þá! 011 í kringum hann hlæjandi og