Saga: missirisrit - 01.06.1926, Síða 120
118 SAGA
smábæ einn, sem hann nefndi, austan viS fjöllin, til þess
aS hafa þar vetrarsetu og hvíla sín lúin bein.
Ekkert belti bar feröamaðurinn, og ekki var sýni-
legt aS hann bæri nokkurt vopn. En þegar þessi
saga gerSist, var þaS ekki fátítt, aS ferSa-
langar bæru hníf og skammbyssur í beltum sín-
um, einkum ef þeir báru á sér peninga, þótt
mjög séu flestar sögurnar frá “Vestrinu vilta’’ oröum
auknar, sem nú eru sagöar og sýndar í tímaritum og
kvikmyndum.
Drykkjarílát úr leöri bar hann á vinstri hliS, í leö-
uról, sem lá yfir hægri öxlina, eins og þeir, sem verSa aS
fara langar leiöir yfir eyöimerkur og vatnslausa land-
fláka, og í milliskyrtuvasanum hægra megin sást á mik-
inn silfurkross, sem var festur á breiSu silkibandi, sem
lá upp um hálsinn. Var auSséö aS ferSamaSurinn kaus
heldur aö láta krossinn hvíla í vasanum en leika lausan
framan á brjóstinu. Annars var kross þessi þaS eina, sem
var einkennilegt viS manninn, og hjúpaöi hann i óvana-
legu ljósi í hugum þeirra, sem sáu hann.
Jim Dalton varS þess skjótt áskynja, aS hér myndi
vera feitan gölt aS flá, og spurSi gestinn, hvort hann heföi
ekki meiri skemtun af aS koma í nokkur spil, en hafast
ekkert aS til gamans.
Gesturinn lét lítiS yfir spilakunnáttu sinni, og kvaöst
vanari aS hafa þyngra handa á milli en bréfsnepla, þótt
sumum verkamönnum sýn.dust hendur hans ekki neitt
lúalegar né veöurbitnar, eins og hendur þeirra verSa, sem