Saga: missirisrit - 01.06.1926, Side 79
SAGA 77
heföu skiliö orsök nafnsins. Og sjálfir heföum vér litið
oss stærri augum. Því “Vestur-Islendingurinn í Ame-
ríku” geymir í sér útlegðar- og útlendingshugsunina. En
Vínlendingurinn í Vínlandi sameinaöi í huganum forntíð
og nútíð, eldra og yngra landnám, réttinn og sjálfstæðið,
svo Islendingurinn fyndi ósjálfrátt að hann væri hér
heima hjá sér í eigin landi, þrátt fyrir landleysið og
fuglsjarm hinnar ókunnu tungu. Og frá sjónarmiði Is-
lands, málsins og þjóðbræðranna, þá væri alt við þetta
grætt, en engu tapað.
Eitt er víst.
Ef vér finnum og skiljum að vér séum að veröa sér-
stök, sjálfstæö grein, hins norræna stofns, sém á íslenzka
tungu mælir, þá ætti það að vekja oss þann metnað i
brjósti, að lifa eins löngu og fögru lífi og unt er. Því
með því vinnum vér oss sjálfum gagn og gleði, verðum
settþjóð vorri meiri styrkur en annars, og leggjum af
mörkum göfugri skerf til þjóðarbúsins hér, en vér ann-
ars megnuðum og værum færir um.
XVIII.
Islendingseðlið hefir hafið sig í Ameríku úr niður-
lægingunni í upphefðina. Ur “The dirty Icelander” í
“The smart Icelander”. Og nú finst mörgum ekkert
annað eftir, né eðlilegra, en kasta sér og sínum umyrða-
laust út í ensku meginstraumana tvo: hinn canadiska og
þann bandaríska, því með því eina móti, að segja skil-
ið við alt, sem íslenzkt er, geti menn notið alls þess ó-